Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2025 22:59 Á hverju hausti erum við Íslendingar minntir á að við búum upp við Norðurheimskautið. Laufin falla, það snjóar (stundum hressilega), og daginn tekur að stytta; en ég er þá alltaf þakklátur fyrir framsýni þeirra sem árið 1968 ákváðu að festa tíma á Íslandi við GMT allt árið um kring til að hámarka birtu síðdegis. Það fyrirkomulag verður vissulega til þess að sól er hæst á lofti um kl. 13:30 á höfuðborgarsvæðinu, hvar flestir Íslendingar búa, en yfir hásumarið og háveturinn skiptir það litlu sem engu máli því yfir sumarið er hvort eð er alltaf bjart og yfir veturinn er alltaf dimmt. Vor og haust hefur þetta þau áhrif að það er lengur dimmt að morgni en í staðinn er dásamlegt að geta notað seinnipart hvers dags til útiveru í birtu. Fæst okkar eru svo öguð að geta nýtt sér birtu að morgni en að fara út að ganga, hjóla eða synda seinnipartinn er þeim mun algengara. Margir finna fyrir áhrifum þess að erfiðara er að vakna að morgni í myrkri en það má að einhverju leyti draga úr áhrifum þess með því að nota snjallljós eða birtustigsvekjaraklukkur, sem auka birtu í svefnherbergi smátt og smátt áður en þær hringja. Í svefnherberginu má auðveldlega nýta sér tæknina en erfiðara er að lýsa allt umhverfið fyrir útiveru seinnipartinn. Árin 2018-2020 var það skoðað ítarlega að breyta klukkunni á Íslandi enniðurstaðan varð sú að hafna breytingartillögunni: „Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni.“ Ekkert hefur breyst síðan þá til að hafa áhrif á þá skýru niðurstöðu. Höfundur er áhugamaður um rímfræði (tímareikning) og doktor í stærðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti erum við Íslendingar minntir á að við búum upp við Norðurheimskautið. Laufin falla, það snjóar (stundum hressilega), og daginn tekur að stytta; en ég er þá alltaf þakklátur fyrir framsýni þeirra sem árið 1968 ákváðu að festa tíma á Íslandi við GMT allt árið um kring til að hámarka birtu síðdegis. Það fyrirkomulag verður vissulega til þess að sól er hæst á lofti um kl. 13:30 á höfuðborgarsvæðinu, hvar flestir Íslendingar búa, en yfir hásumarið og háveturinn skiptir það litlu sem engu máli því yfir sumarið er hvort eð er alltaf bjart og yfir veturinn er alltaf dimmt. Vor og haust hefur þetta þau áhrif að það er lengur dimmt að morgni en í staðinn er dásamlegt að geta notað seinnipart hvers dags til útiveru í birtu. Fæst okkar eru svo öguð að geta nýtt sér birtu að morgni en að fara út að ganga, hjóla eða synda seinnipartinn er þeim mun algengara. Margir finna fyrir áhrifum þess að erfiðara er að vakna að morgni í myrkri en það má að einhverju leyti draga úr áhrifum þess með því að nota snjallljós eða birtustigsvekjaraklukkur, sem auka birtu í svefnherbergi smátt og smátt áður en þær hringja. Í svefnherberginu má auðveldlega nýta sér tæknina en erfiðara er að lýsa allt umhverfið fyrir útiveru seinnipartinn. Árin 2018-2020 var það skoðað ítarlega að breyta klukkunni á Íslandi enniðurstaðan varð sú að hafna breytingartillögunni: „Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni.“ Ekkert hefur breyst síðan þá til að hafa áhrif á þá skýru niðurstöðu. Höfundur er áhugamaður um rímfræði (tímareikning) og doktor í stærðfræði.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar