Innherji

Einar Örn stýrir fram­taks­sjóðum Kviku og lykil­starfs­menn fá hlut í fé­laginu

Hörður Ægisson skrifar
Einar Örn Hannesson og Jón Haukur Jónsson hafa undanfarin fimm ár starfað sem eigendur Stakks ráðgjafar.
Einar Örn Hannesson og Jón Haukur Jónsson hafa undanfarin fimm ár starfað sem eigendur Stakks ráðgjafar.

Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því.


Tengdar fréttir

Setja á fót fimm milljarða fram­taks­sjóð sem fjár­festir í Bret­landi

Kvika eignastýring hefur klárað fjármögnun á nýjum framtakssjóði, sem ber heitið Harpa Capital Partners II, en tekið var við áskriftum fyrir jafnvirði meira en fimm milljarða íslenskra króna. Sjóðsfélagar samanstanda af stórum hópi innlendra og breskra fjárfesta en Harpa mun fjárfesta einungis í fyrirtækjum í Bretlandi þar sem Kvika er með starfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×