Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 10:30 Veist þú að fyrir einn af hverjum sex tekur það meira en eitt ár að verða barnshafandi? Oft þarf fleiri en eina meðferð eða tvær meðferðir áður en fólk nær loks að vera barnshafandi. Sumir fá því miður aldrei ósk sína um að verða foreldri uppfyllta. Þegar þú varst ung(ur) eða ef þú er ung(ur), hefuru þá hugsað um frjósemi? Flest ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt. Það er að njóta lífsins og barneignir eru einfaldlega ekki á planinu næstu árin. Margir vita jafnvel ekki hvaða þættir geta haft áhrif á frjósemi eða valdið frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem gerð var meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru sláandi niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi. Því miður bendir allt til þessa að sú tala sé hækkandi. Í einhverjum tilfellum væri hægt að draga úr frjósemisvand með betri fræðslu og vitund. Í júlí árið 2023 gaf Fertility Europe út leik nýjan fræðaluleik fyrir ungt fólk á aldrinum 15- 18 ára, sem hefur verið þýddur yfir á 18 tungumál. Leikurinn miðar að því að efla þekkingu ungmenna á eigin frjósemi, meðal annars með því að sýna hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft áhrif á hana. Frjósemi er almennt að minnka í heiminum. Í rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet kemur fram sú spá að árið 2050 verð frjósemi kvenna í 155 löndum af 204 í heiminum ekki nægileg til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma. Árið 2024 var frjósemi á íslandi 1,56 og hefur hún ekki verið lægri frá því mælingar hófust á 19. öld. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma er talað um að frjósemi þurfi að vera 2,1 þannig að við erum langt undir því marki. Jafnframt hefur meðalaldur mæðra hafi hækkað síðustu áratugi og var 29,1 ár í fyrra. Því er gríðarlega mikilvægt að fræða ungt fólk á Íslandi jafnt sem annars staðar í Evrópu. Tilvera, samtök um ófrjósemi hefur látið þýða leikinn yfir á íslensku svo hægt sé að miðla fræðslu og auka vitund meðal ungmenna. Hægt að spila leikinn hér: https://myfacts.eu/. Við vonumst til að fræðsluleikurinn verði notaður sem víðast til að skapa meiri þekkingu og vitund um frjósemi meðal ungs fólks. Höfundur er gjaldkeri Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Veist þú að fyrir einn af hverjum sex tekur það meira en eitt ár að verða barnshafandi? Oft þarf fleiri en eina meðferð eða tvær meðferðir áður en fólk nær loks að vera barnshafandi. Sumir fá því miður aldrei ósk sína um að verða foreldri uppfyllta. Þegar þú varst ung(ur) eða ef þú er ung(ur), hefuru þá hugsað um frjósemi? Flest ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt. Það er að njóta lífsins og barneignir eru einfaldlega ekki á planinu næstu árin. Margir vita jafnvel ekki hvaða þættir geta haft áhrif á frjósemi eða valdið frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem gerð var meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru sláandi niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi. Því miður bendir allt til þessa að sú tala sé hækkandi. Í einhverjum tilfellum væri hægt að draga úr frjósemisvand með betri fræðslu og vitund. Í júlí árið 2023 gaf Fertility Europe út leik nýjan fræðaluleik fyrir ungt fólk á aldrinum 15- 18 ára, sem hefur verið þýddur yfir á 18 tungumál. Leikurinn miðar að því að efla þekkingu ungmenna á eigin frjósemi, meðal annars með því að sýna hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft áhrif á hana. Frjósemi er almennt að minnka í heiminum. Í rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet kemur fram sú spá að árið 2050 verð frjósemi kvenna í 155 löndum af 204 í heiminum ekki nægileg til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma. Árið 2024 var frjósemi á íslandi 1,56 og hefur hún ekki verið lægri frá því mælingar hófust á 19. öld. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma er talað um að frjósemi þurfi að vera 2,1 þannig að við erum langt undir því marki. Jafnframt hefur meðalaldur mæðra hafi hækkað síðustu áratugi og var 29,1 ár í fyrra. Því er gríðarlega mikilvægt að fræða ungt fólk á Íslandi jafnt sem annars staðar í Evrópu. Tilvera, samtök um ófrjósemi hefur látið þýða leikinn yfir á íslensku svo hægt sé að miðla fræðslu og auka vitund meðal ungmenna. Hægt að spila leikinn hér: https://myfacts.eu/. Við vonumst til að fræðsluleikurinn verði notaður sem víðast til að skapa meiri þekkingu og vitund um frjósemi meðal ungs fólks. Höfundur er gjaldkeri Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun