Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifa 7. nóvember 2025 09:45 Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun