„Samlokumaðurinn“ sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2025 20:22 Samlokukast Sean Dunn vakti mikla athygli og varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent