Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 14:32 Alex Ovechkin fagnar hér marki sínu fyrir Washington Capitals sem var mark númer níu hundruð hjá honum í NHL-deildinni. Getty/Randy Litzinger Alex Ovechkin skráði sig á spjöld íshokkísögunnar í nótt þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NHL-deildarinnar til að skora níu hundruð mörk á ferlinum. Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025 Íshokkí Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025
Íshokkí Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum