Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 14:32 Alex Ovechkin fagnar hér marki sínu fyrir Washington Capitals sem var mark númer níu hundruð hjá honum í NHL-deildinni. Getty/Randy Litzinger Alex Ovechkin skráði sig á spjöld íshokkísögunnar í nótt þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NHL-deildarinnar til að skora níu hundruð mörk á ferlinum. Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025 Íshokkí Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025
Íshokkí Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira