Handbolti

Allar landsliðskonurnar komust á blað

Valur Páll Eiríksson skrifar
Díana Dögg var markahæst íslensku landsliðskvennana í kvöld.
Díana Dögg var markahæst íslensku landsliðskvennana í kvöld. Vísir/EPA

Landsliðskonurnar þrjár í liði Blomberg-Lippe komust allar á blað í þægilegum sigri liðsins í þýska bikarnum í kvöld.

Blomberg-Lippe mætti liði Halle-Neustadt á heimavelli í bikarnum í kvöld og var fastlega búist við sigri heimakvenna á neðrideildarliðinu.

Það varð niðurstaðan. Blombergarliðið vann 35-17 og komust allar þrjár íslensku landsliðskonurnar á blað. Díana Dögg Magnúsdóttir var þeirra markahæst með fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum.

Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö en Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði eitt og lagði upp annað. Blomberg-Lippe er því komið áfram í næstu umferð.

Elín Klara er lykilleikmaður hjá sænska toppliðinu.

Savehof, lið Elínar Klöru Þorkelsdóttur, fór þá á topp sænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á botnliði Hallby. Lokatölur þar urðu 31-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×