Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 06:45 Helgi Magnús Gunnarsson, Hlédís Maren Guðmundsdóttir og Úlfar Lúðvíksson hafa meðal annars verið orðuð sem áhugaverðir frambjóðendur fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir/samsett Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík gerir ráð fyrir að innan nokkurra vikna verði hulunni svipt af því hverjir verða í efstu sætum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stillt verður upp á lista flokksins í borginni en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið ákveðið hver verður oddviti. Leit að leiðtoga stendur yfir og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi, þar á meðal fyrrverandi lögreglustjóri, fyrrum vararíkissaksóknari og félagsfræðingur. „Við í Reykjavík verðum með uppstillingu, uppstillingarnefnd. Við erum búin að skipa nefndina og aðeins byrjuð að vinna og stefnum á að birta eitthvað fyrir áramót, í nóvember desember, fyrstu sætin. Svo klárum við listann í janúar, febrúar,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður kjördæmafélags Miðflokksins í Reykjavík. Skynjar mikinn áhuga Félagið njóti aðstoðar þingflokks og formanns flokksins í þeirri vinnu sem framundan er. Samkvæmt lögum flokksins kýs stjórn Kjördæmafélagsins tvo einstaklinga í uppstillinganefnd auk þeirra tveggja sem aðalfundur kjördæmafélags velur ásamt formanni og varaformanni félagsins. Einn fulltrúi í kjörstjórn skuli skipaður af stjórn Miðflokksins og þá hefur formaður flokksins seturétt, málfrelsi og tillögurétt á fundum uppstillinganefndar en þó ekki atkvæðarétt, nema hann sé jafnframt fulltrúi í nefndinni. Forystufólk Miðflokksins á landsfundi um daginn.Vísir/Lýður Valberg Guðni segir að mögulega strax í kringum næstu mánaðarmót verði greint frá því hverjir muni leiða lista flokksins í borginni. „Það er mikið af góðu fólki sem vill vinna með okkur,“ segir Guðni sem kveðst skynja aukinn áhuga fyrir þátttöku í starfi flokksins í framhaldi af landsfundi flokksins sem fram fór um miðjan október. „Maður finnur að það er áhugi og það styttist í kosningar líka,“ segir Guðni sem væntir þess að flokkurinn muni bjóða fram í flestum stærri sveitarfélögum, og jafnvel einhverjum hinna minni líka. Líkt og áður segir liggur ekki fyrir hver mun leiða flokkinn í borginni. Hins vegar hafa nöfn nokkurra einstaklinga verið nefnd sem sagðir eru geta verið áhugaverðir kandídatar fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Margir komið að máli við Hlédísi en enginn rætt við Helga Þar á meðal má nefna Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, og Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þess má geta að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur gengið frá starfslokum þeirra beggja eftir að hún tók við embætti. Sjá einnig: Úlfar hættir sem lögreglustjóri „Það hefur enginn komið að máli við mig. Ég hvet bara fólk til að hafa samband ef það telur mig eiga erindi,“ segir Helgi Magnús, spurður hvort hann hafi íhugað framboð, en sjálfur býr hann á Seltjarnarnesi. Þótt hann hafi sínar skoðanir hafi hann hingað til ekki skipað sér í neinn stjórnmálaflokk né hugleitt að taka þátt í pólitík. Sjá einnig: Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Þá hefur Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur, tískumógúll og fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni verið nefnd á nafn. Nýleg skrif Hlédísar á Vísi hafa vakið athygli, meðal annars grein hennar um „gellupólitík“ sem hún segir einkennast helst af „sýndarsamstöðu kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma.“ Þá hefur Hlédís verið óhrædd við að viðra skoðanir sínar í vinsælum hlaðvarps- og útvarpsþáttum svo fátt eitt sé nefnt. „Það hafa margir komið að tali við mig, en ekkert sem ég get formlega deilt enn sem komið er. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum,“ segir Hlédís í stuttu svari til fréttastofu. Sjá einnig: „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Það skal tekið fram að fréttastofu er ekki kunnugt um það hvort Úlfar sé að íhuga framboð, né þá hvort það væri fyrir Miðflokkinn. Öllu heldur hefur nafn hans í það að minnsta borist í tal í því sambandi. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
„Við í Reykjavík verðum með uppstillingu, uppstillingarnefnd. Við erum búin að skipa nefndina og aðeins byrjuð að vinna og stefnum á að birta eitthvað fyrir áramót, í nóvember desember, fyrstu sætin. Svo klárum við listann í janúar, febrúar,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður kjördæmafélags Miðflokksins í Reykjavík. Skynjar mikinn áhuga Félagið njóti aðstoðar þingflokks og formanns flokksins í þeirri vinnu sem framundan er. Samkvæmt lögum flokksins kýs stjórn Kjördæmafélagsins tvo einstaklinga í uppstillinganefnd auk þeirra tveggja sem aðalfundur kjördæmafélags velur ásamt formanni og varaformanni félagsins. Einn fulltrúi í kjörstjórn skuli skipaður af stjórn Miðflokksins og þá hefur formaður flokksins seturétt, málfrelsi og tillögurétt á fundum uppstillinganefndar en þó ekki atkvæðarétt, nema hann sé jafnframt fulltrúi í nefndinni. Forystufólk Miðflokksins á landsfundi um daginn.Vísir/Lýður Valberg Guðni segir að mögulega strax í kringum næstu mánaðarmót verði greint frá því hverjir muni leiða lista flokksins í borginni. „Það er mikið af góðu fólki sem vill vinna með okkur,“ segir Guðni sem kveðst skynja aukinn áhuga fyrir þátttöku í starfi flokksins í framhaldi af landsfundi flokksins sem fram fór um miðjan október. „Maður finnur að það er áhugi og það styttist í kosningar líka,“ segir Guðni sem væntir þess að flokkurinn muni bjóða fram í flestum stærri sveitarfélögum, og jafnvel einhverjum hinna minni líka. Líkt og áður segir liggur ekki fyrir hver mun leiða flokkinn í borginni. Hins vegar hafa nöfn nokkurra einstaklinga verið nefnd sem sagðir eru geta verið áhugaverðir kandídatar fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Margir komið að máli við Hlédísi en enginn rætt við Helga Þar á meðal má nefna Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, og Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þess má geta að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur gengið frá starfslokum þeirra beggja eftir að hún tók við embætti. Sjá einnig: Úlfar hættir sem lögreglustjóri „Það hefur enginn komið að máli við mig. Ég hvet bara fólk til að hafa samband ef það telur mig eiga erindi,“ segir Helgi Magnús, spurður hvort hann hafi íhugað framboð, en sjálfur býr hann á Seltjarnarnesi. Þótt hann hafi sínar skoðanir hafi hann hingað til ekki skipað sér í neinn stjórnmálaflokk né hugleitt að taka þátt í pólitík. Sjá einnig: Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Þá hefur Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur, tískumógúll og fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni verið nefnd á nafn. Nýleg skrif Hlédísar á Vísi hafa vakið athygli, meðal annars grein hennar um „gellupólitík“ sem hún segir einkennast helst af „sýndarsamstöðu kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma.“ Þá hefur Hlédís verið óhrædd við að viðra skoðanir sínar í vinsælum hlaðvarps- og útvarpsþáttum svo fátt eitt sé nefnt. „Það hafa margir komið að tali við mig, en ekkert sem ég get formlega deilt enn sem komið er. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum,“ segir Hlédís í stuttu svari til fréttastofu. Sjá einnig: „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Það skal tekið fram að fréttastofu er ekki kunnugt um það hvort Úlfar sé að íhuga framboð, né þá hvort það væri fyrir Miðflokkinn. Öllu heldur hefur nafn hans í það að minnsta borist í tal í því sambandi.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira