Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 13:06 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, telur bjart fram undan í ferðaþjónustu þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. vísir/samsett Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar. Icelandair réðst í gær í hópuppsögn sem fylgja hagræðingaraðgerðum félagsins og sendi nýverið frá sér afkomuviðvörun. Einungis rúmur mánuður er liðinn frá gjaldþroti Play og áhrifafólk innan ferðaþjónustunnar hefur viðrað miklar áhyggjur af stöðu greinarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segist deila þeim að einhverju leyti. Mikilvægir markaðir gefa eftir „Við vitum auðvitað að vaxtaumhverfið og hátt gengi krónunnar er erfitt fyrir íslensk fyrirtæki. Og það er ekki síst í ferðaþjónustunni. Auk þess sem blikur á lofti á alþjóðavettvangi skipta máli. Við finnum það alveg á bara ferðavilja fólks. Það eru vísbendingar um að mikilvægir markaðir eins og Bretland og Bandaríkin séu eitthvað að láta undan síga og við þurfum að bregðast við því,“ segir Hanna Katrín. Fjöldi breskra ferðamanna virðist til að mynda hafa dregist saman um ellefu prósent á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Hanna Katrín bendir á að sérstök markaðsherferð sem beinist að Bretum hafi verið sett af stað fyrir nokkrum vikum og segir hana virðast vera að skila árangri. Huga þurfi að einhverju sambærilegu fyrir Bandaríkjamarkað ásamt því að leggja almenna áherslu á markaðssetningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, skaut á stjórnvöld í kvöldfréttum í gær og sagði þau þurfa að taka U-beygju í sínum áformum. „Stjórnvöld verða að gera þveröfugt við það sem þau eru að tala um að gera,“ sagði Bogi Nils. „Lækka skatta og gjöld í stað þess að tala um að það séu fyrirhugaðar skattahækkanir og þegar komnar skattahækkanir á greinina.“ Meðal þess sem áhrifafólk innan ferðaþjónustunnar hefur gagnrýnt er fyrirhuguð gjaldtaka á ferðamannastöðum auk þess sem bent hefur verið á að kílómetragjald á akstur geti haft neikvæð áhrif þar sem meirihluti ferðamanna leigir bíl hér á landi. Hanna Katrín segir áformin í stöðugri skoðun. Langtímastefna og uppbygging skipti einnig máli. Hanna Katrín Friðriksson segir ekki tilefni til að endurskoða áform stjórnvalda, líkt og forstjóri Icelandair kallar eftir. Málið sé þó í stöðugri skoðun og vonast hún til þess að sátt nást um langtímastefnu.vísir/Anton „Það er eðlilegast af öllu að þeir ferðamenn sem heimsækja okkur leggi í púkkið með því að taka þátt í að greiða svokölluð aðgangsgjöld að þessum náttúruauðlindum okkar. En það þarf auðvitað að vanda vel til verka og við erum auðvitað með augun á þeim bolta,“ segir Hanna Katrín. „Það er líka verið að kalla eftir því að við gefum í þegar kemur að innviðauppbyggingu, ekki bara á þeim áfangastöðum sem eru mest sóttir, heldur líka að byggja upp á öðrum fáfarnari stöðum vegna þess að eitt af stærstu verkefnum ferðaþjónustunnar er að tryggja að hér nái að vaxa heilsársferðaþjónusta. Létta á þessum stóru mánuðum okkar og dreifa ferðamönnum betur um landið. Það er allra hagur en til þess þarf ákveðna uppbyggingu.“ Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Icelandair réðst í gær í hópuppsögn sem fylgja hagræðingaraðgerðum félagsins og sendi nýverið frá sér afkomuviðvörun. Einungis rúmur mánuður er liðinn frá gjaldþroti Play og áhrifafólk innan ferðaþjónustunnar hefur viðrað miklar áhyggjur af stöðu greinarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segist deila þeim að einhverju leyti. Mikilvægir markaðir gefa eftir „Við vitum auðvitað að vaxtaumhverfið og hátt gengi krónunnar er erfitt fyrir íslensk fyrirtæki. Og það er ekki síst í ferðaþjónustunni. Auk þess sem blikur á lofti á alþjóðavettvangi skipta máli. Við finnum það alveg á bara ferðavilja fólks. Það eru vísbendingar um að mikilvægir markaðir eins og Bretland og Bandaríkin séu eitthvað að láta undan síga og við þurfum að bregðast við því,“ segir Hanna Katrín. Fjöldi breskra ferðamanna virðist til að mynda hafa dregist saman um ellefu prósent á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Hanna Katrín bendir á að sérstök markaðsherferð sem beinist að Bretum hafi verið sett af stað fyrir nokkrum vikum og segir hana virðast vera að skila árangri. Huga þurfi að einhverju sambærilegu fyrir Bandaríkjamarkað ásamt því að leggja almenna áherslu á markaðssetningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, skaut á stjórnvöld í kvöldfréttum í gær og sagði þau þurfa að taka U-beygju í sínum áformum. „Stjórnvöld verða að gera þveröfugt við það sem þau eru að tala um að gera,“ sagði Bogi Nils. „Lækka skatta og gjöld í stað þess að tala um að það séu fyrirhugaðar skattahækkanir og þegar komnar skattahækkanir á greinina.“ Meðal þess sem áhrifafólk innan ferðaþjónustunnar hefur gagnrýnt er fyrirhuguð gjaldtaka á ferðamannastöðum auk þess sem bent hefur verið á að kílómetragjald á akstur geti haft neikvæð áhrif þar sem meirihluti ferðamanna leigir bíl hér á landi. Hanna Katrín segir áformin í stöðugri skoðun. Langtímastefna og uppbygging skipti einnig máli. Hanna Katrín Friðriksson segir ekki tilefni til að endurskoða áform stjórnvalda, líkt og forstjóri Icelandair kallar eftir. Málið sé þó í stöðugri skoðun og vonast hún til þess að sátt nást um langtímastefnu.vísir/Anton „Það er eðlilegast af öllu að þeir ferðamenn sem heimsækja okkur leggi í púkkið með því að taka þátt í að greiða svokölluð aðgangsgjöld að þessum náttúruauðlindum okkar. En það þarf auðvitað að vanda vel til verka og við erum auðvitað með augun á þeim bolta,“ segir Hanna Katrín. „Það er líka verið að kalla eftir því að við gefum í þegar kemur að innviðauppbyggingu, ekki bara á þeim áfangastöðum sem eru mest sóttir, heldur líka að byggja upp á öðrum fáfarnari stöðum vegna þess að eitt af stærstu verkefnum ferðaþjónustunnar er að tryggja að hér nái að vaxa heilsársferðaþjónusta. Létta á þessum stóru mánuðum okkar og dreifa ferðamönnum betur um landið. Það er allra hagur en til þess þarf ákveðna uppbyggingu.“
Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira