Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:09 Ingibjörg Davíðsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu Miðflokksins um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni. Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni.
Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent