Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:44 Fram kemur í greinargerð með tillögunni að álft hafi verið friðuð á Íslandi frá árinu 1913 en álftarstofninn hafi stækkað verulega. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu þeirra Þorarins Inga Péturssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanna Framsóknarflokksins og Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þetta er í fjórða sinn sem tillaga sama efnis er lögð fram á þingi. Þar er lagt til að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verði falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á eftirfarandi tegundum fugla utan hefðbundins veiðitíma þeirra. Tímabilið fyrir álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum miðist við 15. mars til 20. ágúst og veiðar á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf sé talin á aðgerðum vegna ágangs fuglanna. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm „Álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valda miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf er á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bændasamtök Íslands hafa tekið saman upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlönd. Hægt er að byggja á þeirri vinnu við mat á þörf til að bregðast við ágangi. Eftir sem áður þarf að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni. Þar er einnig reifað hvers vegna þörf er talin á að veita tímabundna heimild til skilyrtra veiða af hverri tegund, utan hefðbundins veiðitíma þeirra, auk þess sem bent er á að ágangur álfta og gæsa valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Það einskorðast ekki við Ísland. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Fuglar Landbúnaður Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu þeirra Þorarins Inga Péturssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanna Framsóknarflokksins og Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þetta er í fjórða sinn sem tillaga sama efnis er lögð fram á þingi. Þar er lagt til að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verði falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á eftirfarandi tegundum fugla utan hefðbundins veiðitíma þeirra. Tímabilið fyrir álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum miðist við 15. mars til 20. ágúst og veiðar á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf sé talin á aðgerðum vegna ágangs fuglanna. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm „Álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valda miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf er á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bændasamtök Íslands hafa tekið saman upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlönd. Hægt er að byggja á þeirri vinnu við mat á þörf til að bregðast við ágangi. Eftir sem áður þarf að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni. Þar er einnig reifað hvers vegna þörf er talin á að veita tímabundna heimild til skilyrtra veiða af hverri tegund, utan hefðbundins veiðitíma þeirra, auk þess sem bent er á að ágangur álfta og gæsa valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Það einskorðast ekki við Ísland. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Fuglar Landbúnaður Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira