Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2025 18:16 Rannsakendur skoða vettvang á lestarstöðinni. Getty Annar tveggja manna sem handteknir voru í kjölfar stunguárásar í lest í Cambridge-skíri í Bretlandi í gærkvöldi hefur verið látinn laus. Hinn þeirra er grunaður um tilraun til manndráps. Í uppfærslu frá lögreglunni í Bretlandi um gang rannsóknarinnar segir að lögreglan hafi handtekið þann sem nú gengur laus í góðri trú eftir ábendingu um að hann bæri ábyrgð á árásinni. Svo væri hins vegar ekki. Upphaflega voru níu manns metnir með lífshættulega áverka. Fimm þeirra hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi, en einn er enn sagður í lífshættulegu ástandi. Lestin sem árásin átti sér stað í var á leið frá Doncaster til Lundúna. Grunaður árásarmaður steig um borð í Peterborough. Eftir að árásin hófst nam lestin staðar í bænum Huntington. Hnífurinn sem árásarmaðurinn er talinn hafa beitt fannst þar á vettvangi. Myndband af handtökunni Myndband sem sýnir handtöku lögreglu á öðrum mannanna við lestarstöðina gengur nú um samfélagsmiðla og hefur verið birt á vefsíðum gulu pressunnar. The Sun hefur eftir leigubílstjóra sem tók umrætt myndband að árásarmaðurinn hafi öskrað „drepið mig, drepið mig, drepið mig,“ áður en hann var handtekinn. Í myndbandinu sem um ræðir sést hópur lögreglumanna umkringja árásarmanninn og reyna að ná stjórn á honum. Til þess beita lögreglumennirnir rafbyssu, en árásarmaðurinn virðist streitast gegn handtökunni. „Náið tökum fjandans tökum á honum,“ heyrist einn lögregluþjónninn öskra. Annar heyrist skipa árásarmanninum að rétta honum hendur sínar, enn annar biður um að honum séu rétt handjárn. Maðurinn er einn tveggja manna á fertugsaldri sem handteknir voru vegna málsins. Einungis annar þeirra er grunaður um tilraun til manndráps að svo stöddu, en hinn þeirra hefur verið látinn laus. Bretland Erlend sakamál England Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Í uppfærslu frá lögreglunni í Bretlandi um gang rannsóknarinnar segir að lögreglan hafi handtekið þann sem nú gengur laus í góðri trú eftir ábendingu um að hann bæri ábyrgð á árásinni. Svo væri hins vegar ekki. Upphaflega voru níu manns metnir með lífshættulega áverka. Fimm þeirra hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi, en einn er enn sagður í lífshættulegu ástandi. Lestin sem árásin átti sér stað í var á leið frá Doncaster til Lundúna. Grunaður árásarmaður steig um borð í Peterborough. Eftir að árásin hófst nam lestin staðar í bænum Huntington. Hnífurinn sem árásarmaðurinn er talinn hafa beitt fannst þar á vettvangi. Myndband af handtökunni Myndband sem sýnir handtöku lögreglu á öðrum mannanna við lestarstöðina gengur nú um samfélagsmiðla og hefur verið birt á vefsíðum gulu pressunnar. The Sun hefur eftir leigubílstjóra sem tók umrætt myndband að árásarmaðurinn hafi öskrað „drepið mig, drepið mig, drepið mig,“ áður en hann var handtekinn. Í myndbandinu sem um ræðir sést hópur lögreglumanna umkringja árásarmanninn og reyna að ná stjórn á honum. Til þess beita lögreglumennirnir rafbyssu, en árásarmaðurinn virðist streitast gegn handtökunni. „Náið tökum fjandans tökum á honum,“ heyrist einn lögregluþjónninn öskra. Annar heyrist skipa árásarmanninum að rétta honum hendur sínar, enn annar biður um að honum séu rétt handjárn. Maðurinn er einn tveggja manna á fertugsaldri sem handteknir voru vegna málsins. Einungis annar þeirra er grunaður um tilraun til manndráps að svo stöddu, en hinn þeirra hefur verið látinn laus.
Bretland Erlend sakamál England Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent