Sport

Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir og félagar eru úr leik í bikarnum.
Elín Klara Þorkelsdóttir og félagar eru úr leik í bikarnum. Getty

Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir og félagar þeirra í Skara höfðu betur í dag í Íslendingaslag í sænsku bikarkeppninni.

Skara vann fimm marka sigur á Sävehof, 33-28, í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum og þar með með fimm mörkum samanlagt. Liðin gerðu 32-32 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli Sävehof.

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Sävehof og var markahæst í sínu liði en það dugði ekki.

Leikurinn var hnífjafn og Skara bara einu marki yfir, 23-22, þegar átján mínútur voru eftir. Skara náði þá 6-1 kafla og lagði grunninn að sigrinum.

Aldís Ásta og Lena Margrét komust hvorugar á blað hjá Skara en Melanie Felber var markahæst með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×