Níu í lífshættu eftir stunguárásina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. nóvember 2025 08:00 Lestin við Huntingdon lestarstöðina. AP Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær. Samkvæmt frétt BBC réðust mennirnir tveir að tíu farþegum um borð í lestinni klukkan 18:25 að staðartíma. Lestin var á leið frá Doncaster til hinnar fjölförnu King's Cross lestarstöðvar í Lundúnum. Lögreglu bárust tilkynningar og símtöl frá öðrum farþegum um borð um 19:40. Lestin var svo stöðvuð í Huntingdon í Cambridge-skíri, þar sem lögreglumenn fóru um borð. Klukkan 21:45 tilkynnti bæjarstjóri Cambridge-skíris að tveir menn hefðu verið handteknir. Fram kemur í frétt BBC að hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar sé meðal þeirra sem rannsaka málið. Héldu að um hrekkjavökugrín væri að ræða Olly Foster, eitt vitni um borð í lestinni, sagði við BBC að þegar hann heyrði fólk um borð hrópa „hlaupið, hlaupið, það er maður að stinga alla,“ hefði hann haldið að um hrekkjavökugrín væri að ræða. Svo hafi fólk byrjað að troða sér í gegnum vagninn, og hann hafi hann tekið eftir því að hendin hans væri útötuð í blóði, vegna þess að hann hafði hallað sér upp að blóðugu sæti. Hann segir frá því að eldri maður hafi komið í veg fyrir að annar árásarmaðurinn hefði stungið unga stelpu, en maðurinn hafi slasast á hálsi og hausnum. Farþegar hafi reynt að nota föt sín til að minnka blæðingar. Blóðugir farþegar að detta hver um annan Í frétt Telegraph er sagt frá því að vitni hafi reynt að fela sig inni á klósettum, en aðstæður hafi verið skelfilegar og algjör ringulreið hafi ríkt í lestinni. Farþegar hafi margir verið útataðir í blóði og mikill troðningur hafi myndast þar sem fólk var að reyna flýja. Farþegar hafi dottið hver um annan og sumir lent undir troðningnum. Vitni á lestarstöðinni sögðu frá manni þar með stóran hníf, sem lögreglan á að hafa handtekið og notað til þess rafbyssu. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásin sé mikið áhyggjuefni. Hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. The appalling incident on a train near Huntingdon is deeply concerning.My thoughts are with all those affected, and my thanks go to the emergency services for their response.Anyone in the area should follow the advice of the police.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) November 1, 2025 Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC réðust mennirnir tveir að tíu farþegum um borð í lestinni klukkan 18:25 að staðartíma. Lestin var á leið frá Doncaster til hinnar fjölförnu King's Cross lestarstöðvar í Lundúnum. Lögreglu bárust tilkynningar og símtöl frá öðrum farþegum um borð um 19:40. Lestin var svo stöðvuð í Huntingdon í Cambridge-skíri, þar sem lögreglumenn fóru um borð. Klukkan 21:45 tilkynnti bæjarstjóri Cambridge-skíris að tveir menn hefðu verið handteknir. Fram kemur í frétt BBC að hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar sé meðal þeirra sem rannsaka málið. Héldu að um hrekkjavökugrín væri að ræða Olly Foster, eitt vitni um borð í lestinni, sagði við BBC að þegar hann heyrði fólk um borð hrópa „hlaupið, hlaupið, það er maður að stinga alla,“ hefði hann haldið að um hrekkjavökugrín væri að ræða. Svo hafi fólk byrjað að troða sér í gegnum vagninn, og hann hafi hann tekið eftir því að hendin hans væri útötuð í blóði, vegna þess að hann hafði hallað sér upp að blóðugu sæti. Hann segir frá því að eldri maður hafi komið í veg fyrir að annar árásarmaðurinn hefði stungið unga stelpu, en maðurinn hafi slasast á hálsi og hausnum. Farþegar hafi reynt að nota föt sín til að minnka blæðingar. Blóðugir farþegar að detta hver um annan Í frétt Telegraph er sagt frá því að vitni hafi reynt að fela sig inni á klósettum, en aðstæður hafi verið skelfilegar og algjör ringulreið hafi ríkt í lestinni. Farþegar hafi margir verið útataðir í blóði og mikill troðningur hafi myndast þar sem fólk var að reyna flýja. Farþegar hafi dottið hver um annan og sumir lent undir troðningnum. Vitni á lestarstöðinni sögðu frá manni þar með stóran hníf, sem lögreglan á að hafa handtekið og notað til þess rafbyssu. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásin sé mikið áhyggjuefni. Hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. The appalling incident on a train near Huntingdon is deeply concerning.My thoughts are with all those affected, and my thanks go to the emergency services for their response.Anyone in the area should follow the advice of the police.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) November 1, 2025
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent