Íslenski boltinn

FH-ingar kveðja Kjartan Henry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason var þakkað fyrir tíma sinn hjá FH.
Kjartan Henry Finnbogason var þakkað fyrir tíma sinn hjá FH. FHingar

Kjartan Henry Finnbogason er hættur störfum fyrir FH en félagið tilkynnti um þetta á miðlum sínum í dag.

Kjartan Henry var aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar sem hætti sem þjálfari liðsins á dögunum og tók í staðinn við Lengjudeildarliði Fylkis.

Kjartan Henry gekk til liðs við FH fyrir tímabilið 2023 og sló strax í gegn á sínu fyrsta tímabili sem leikmaður FH með því að skora níu mörk. Það var hans síðasta tímabil á ferlinum.

Kjartan gekk svo til liðs við þjálfarateymið og gerðist aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar.

FH þakkar Kjartani kærlega fyrir frábært starf í þágu félagsins og óskar honum alls hins besta í því sem fram undan er.

Kjartan Henry hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Njarðvík. Hann gæti því mætt Heimi næsta sumar verði af þeim vistaskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×