Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 10:50 Reykjavíkurborg ætlar að láta framkvæma úttekt. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 16. október að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út ágalla á framkvæmdum við laugina. Að úttekt lokinni á að fela borgarlögmanni eftir atvikum að meta réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart framkvæmdaaðilum. Menningar- og íþróttaráð fundaði einnig um úttektina þann 31. október. „Ljóst er að potturinn er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundinum. Lauginni lokað fjórum sinnum Málið hófst í apríl þegar borgin tilkynnti að Vesturbæjarlaug yrði lokað í fjórar vikur í maí og júní svo hægt væri að sinna viðhaldi. Sinna þurfti verkefnum eins og að mála laugarkerið, skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald og skipta um neyðarkerfi. Viðgerðirnar hófust 2. maí. Um miðjan júní var opnuninni seinkað til 15. júlí og síðan aftur til 19. júlí. Sundgarpar fengu að njóta þess að svamla í lauginni í mánuð þar til tilkynnt var 18. ágúst að loka þyrfti lauginni í viku þar sem galli fannst á málningarvinnu á laugarbotninum og var málningin farin að flagna af. Viku síðar stungu sundmenn sér aftur í laugina, þann 26. ágúst. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Föstudaginn 29. ágúst var lauginni lokað í rúman sólarhring þar sem þrep ofan í laugina reyndust of hál. Til að tryggja öryggi gesta var laugin tæmd. Í lok september tók laugin að flagna enn á ný og sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður laugarinnar, að það væri eins og laugin væri með skallablett. Fyrst um sinn stóð ekki til að loka lauginni en þann 13. október var einungis sundlauginni lokað meðan unnið var að lausn á skallablettavandanum. Sundlaugin var svo opnuð, enn eina ferðina, þann 28. október. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 16. október að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út ágalla á framkvæmdum við laugina. Að úttekt lokinni á að fela borgarlögmanni eftir atvikum að meta réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart framkvæmdaaðilum. Menningar- og íþróttaráð fundaði einnig um úttektina þann 31. október. „Ljóst er að potturinn er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundinum. Lauginni lokað fjórum sinnum Málið hófst í apríl þegar borgin tilkynnti að Vesturbæjarlaug yrði lokað í fjórar vikur í maí og júní svo hægt væri að sinna viðhaldi. Sinna þurfti verkefnum eins og að mála laugarkerið, skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald og skipta um neyðarkerfi. Viðgerðirnar hófust 2. maí. Um miðjan júní var opnuninni seinkað til 15. júlí og síðan aftur til 19. júlí. Sundgarpar fengu að njóta þess að svamla í lauginni í mánuð þar til tilkynnt var 18. ágúst að loka þyrfti lauginni í viku þar sem galli fannst á málningarvinnu á laugarbotninum og var málningin farin að flagna af. Viku síðar stungu sundmenn sér aftur í laugina, þann 26. ágúst. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Föstudaginn 29. ágúst var lauginni lokað í rúman sólarhring þar sem þrep ofan í laugina reyndust of hál. Til að tryggja öryggi gesta var laugin tæmd. Í lok september tók laugin að flagna enn á ný og sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður laugarinnar, að það væri eins og laugin væri með skallablett. Fyrst um sinn stóð ekki til að loka lauginni en þann 13. október var einungis sundlauginni lokað meðan unnið var að lausn á skallablettavandanum. Sundlaugin var svo opnuð, enn eina ferðina, þann 28. október.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira