Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 08:30 Karlotta Ósk Óskarsdóttir er ótrúleg hlaupakona sem getur hlaupið mjög langt og í mjög langan tíma. Vísir / Lýður Valberg Karlotta Ósk Óskarsdóttir er stanslaust á hlaupum og notar þau til að gera upp fortíðina. Hún horfir þá líka til framtíðar og ætlar sér að setja fleiri Íslandsmet í framtíðinni. Ágúst Orri Arnarson hitti ofurhlauparann í Elliðaárdalnum. Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Hlaup Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Hlaup Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira