Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 08:30 Karlotta Ósk Óskarsdóttir er ótrúleg hlaupakona sem getur hlaupið mjög langt og í mjög langan tíma. Vísir / Lýður Valberg Karlotta Ósk Óskarsdóttir er stanslaust á hlaupum og notar þau til að gera upp fortíðina. Hún horfir þá líka til framtíðar og ætlar sér að setja fleiri Íslandsmet í framtíðinni. Ágúst Orri Arnarson hitti ofurhlauparann í Elliðaárdalnum. Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Hlaup Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Hlaup Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum