Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 08:01 Framkvæmdir við undirbúning hófust að nýju í ágúst eftir stutt hlé. Vísir/Anton Brink Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. Deilt hefur verið um málið í heillangan tíma og kvað úrskurðarnefndin síðast um miðjan september upp úrskurð þess efnis að framkvæmdir við virkjunina fengju fra, að halda á meðan krafa kærenda, um að framkvæmdaleyfið yrði fellt úr gildi, var til meðferðar hjá nefndinni. Málið varðar framkvæmdaleyfi Rangárþings ytra til Landsvirkjunar vegna undirbúningframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun, sem veitt var um miðjan ágústmánuð. Með samþykkt sveitarstjórnarinnar féll fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi um leið. Leyfið tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarveg og hafa því ekki bein né óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Landsvirkjun fékk í ágúst bráðabirgðaheimild til sex mánaða til umhverfisframkvæmda frá Umhverfis- og orkustofnun. Framkvæmdir höfðu verið stöðvaðar í lok júlí eftir að úrskurðarnefnd samþykkti kröfu landeigenda en hófust aftur eftir að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti framkvæmdaleyfið. Orð ráðherra hefðu ekki áhrif á hæfi formanns Daginn eftir að það var veitt kærðu náttúruverndarsamtökin NASF á Íslandi, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands ákvörðun sveitarstjórnarinnar. Var í kærunni gerð sérstök krafa um að formaður úrskurðarnefndarinnar myndi huga að hæfi sínu og víkja sæti í málinu vegna yfirlýsinga umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um Hvammsvirkjun, en formaðurinn er skipaður af honum. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að formaðurinn hafi ekki talið tilefni til þess vegna sjálfstæðis nefndarinnar. Því hefðu almenn ummæli ráðherra ekki þýðingu um hæfi formannsins. Kærendur vísuðu til þess í máli sínu að ekki hafi verið gert ráð fyrir í lögum að mögulegt yrði að hluta virkjunarleyfi niður, með þeim hætti sem gert er við Hvammsvirkjun. Meirihluti úrskurðarnefndar tekur undir að sú tillhögun, að veita virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir einungis hluta framkvæmdanna, hafi ekki verið reifuð í þingskjölum. Beinlínis gert ráð fyrir bráðabirgðaleyfi Hann bendir á að framkvæmdirnar séu að miklu leyti hluti af þeirri framkvæmd sem sætti mati á umhverfisáhrifum og var fjallað um í úrskurði Skipulagsstofnunar í ágúst 2003. Eins liggi fyrir að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis til að reisa og reka Hvammsvirkjun hafi verið ógilt með dómi Hæstaréttar. „Við þessar aðstæður liggur ekki fyrir afstaða leyfisveitanda til þess hvort matsskyld framkvæmd verði heimiluð í heild sinni. Við slíkar aðstæður virðist illa samrýmanlegt ákvæðum laga [...] að veitt sé heimild til þess að hefja framkvæmdir við virkjunina með því leyfi sem til umfjöllunar er í máli þessu,“ segir í úrskurðinum. Í kjölfarið segir þó að ekki verði hjá því litið að leyfið sé gefið út með heimild í 4. grein laga 65/2003, þar sem beinlínis sé gert ráð fyrir að leyfi verði veitt til bráðabirgða til matasskyldrar framkvæmda. Tilgangur heimildarinnar sé að flýta fyrir framkvæmdum í sérstökum og brýnum undantekningatilvikum. Færð hafi verið fullnægjandi rök í umræðu um ný raforkulög að þessi heimild væri mikilvæg þegar almannahagsmunir séu í húfi. Nóg að leyfa almenningi að skila umsögn Náttúruverndarsamtökin höfðu í kæru sinni fært rök fyrir því að þátttökuréttur almennings í mati á umhverfisáhrifum hafi verið brotinn. Nefndin segir í úrskurði sínum að ákvörðun um veitingu bráðabirgðaheimildar virðist ekki háð málsmeðferð samkvæmt lögum að öðru leyti en því að nægilegtt sé að matsskýrsla liggi fyrir eða ákvörðun um matsskyldu. Almenningi hafi verið birt leyfisveitingin og gefið tækifæri til að skila umsögn. Vafasöm beiting heimatilbúinna mælikvarða Í séráliti Aðalheiðar Jóhannsdóttur prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings segjast þau ósammála úrskurði meirihluta nefndarinnar og telja rétt að fallast á ógildingu leyfisveitingarinnar. „Veiting virkjunarleyfis til bráðabirða fyrir hluta framkvæmda einvörðungui á sér enga stoð 1. mgr. 4. gr. a. raforkulaga nr. 65/2003.. Ekki er heldur vikið að slíkri framkvæmd í lögskýringargögnum sem fylgdu breytingarlögum nr. 42/2025,“ segir í sérálitinu. „Því síður er vikið að mælikvarðanum „undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar“ eða mælikvarðanum „sem ekki hafi áhrif á vatnshlot“ í tilvitnuðu lagaákvæði eða lögskýringargögnum. Beiting þessara heimatilbúnu mælikvarða er að okkar mati vafasöm.“ Ekki skýrt að Hvammsvirkjun tryggi raforkuöryggi Segir í álitinu að þtta sé til þess búið að grafa undan meginreglum laga um stjórn vatnamála, almennum reglum raforkulaga og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. „Framangreindu til viðbótar teljum við að ekki hafi verið með óyggjandi hætti sýnt fram á að brýn þörf sé til staðar að halda áfram starfsemi vegna virkjunarframkvæmdanna m.t.t. raforkuöryggi,“ segir í sérálitinu. Þau benda á að ekki liggi fyrir hver verði kaupandi raforkunnar sem framleidd veðri í Hvammsvirkjun eða hvort virkjunin muni tryggja almennt raforkuöryggi. Varasamt sé að viðurkenna að Hvammsvirkjun sé sérstakt undantekningatilfelli. Deilur um Hvammsvirkjun Úrskurðar- og kærunefndir Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu þriggja náttúruverndarsamtaka um að undibúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun yrðu stöðvaðar á meðan á kæruferli vegna framkvæmdaleyfis stendur yfir. 16. september 2025 10:24 Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. 9. september 2025 11:15 Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. 15. ágúst 2025 19:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Deilt hefur verið um málið í heillangan tíma og kvað úrskurðarnefndin síðast um miðjan september upp úrskurð þess efnis að framkvæmdir við virkjunina fengju fra, að halda á meðan krafa kærenda, um að framkvæmdaleyfið yrði fellt úr gildi, var til meðferðar hjá nefndinni. Málið varðar framkvæmdaleyfi Rangárþings ytra til Landsvirkjunar vegna undirbúningframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun, sem veitt var um miðjan ágústmánuð. Með samþykkt sveitarstjórnarinnar féll fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi um leið. Leyfið tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarveg og hafa því ekki bein né óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Landsvirkjun fékk í ágúst bráðabirgðaheimild til sex mánaða til umhverfisframkvæmda frá Umhverfis- og orkustofnun. Framkvæmdir höfðu verið stöðvaðar í lok júlí eftir að úrskurðarnefnd samþykkti kröfu landeigenda en hófust aftur eftir að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti framkvæmdaleyfið. Orð ráðherra hefðu ekki áhrif á hæfi formanns Daginn eftir að það var veitt kærðu náttúruverndarsamtökin NASF á Íslandi, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands ákvörðun sveitarstjórnarinnar. Var í kærunni gerð sérstök krafa um að formaður úrskurðarnefndarinnar myndi huga að hæfi sínu og víkja sæti í málinu vegna yfirlýsinga umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um Hvammsvirkjun, en formaðurinn er skipaður af honum. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að formaðurinn hafi ekki talið tilefni til þess vegna sjálfstæðis nefndarinnar. Því hefðu almenn ummæli ráðherra ekki þýðingu um hæfi formannsins. Kærendur vísuðu til þess í máli sínu að ekki hafi verið gert ráð fyrir í lögum að mögulegt yrði að hluta virkjunarleyfi niður, með þeim hætti sem gert er við Hvammsvirkjun. Meirihluti úrskurðarnefndar tekur undir að sú tillhögun, að veita virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir einungis hluta framkvæmdanna, hafi ekki verið reifuð í þingskjölum. Beinlínis gert ráð fyrir bráðabirgðaleyfi Hann bendir á að framkvæmdirnar séu að miklu leyti hluti af þeirri framkvæmd sem sætti mati á umhverfisáhrifum og var fjallað um í úrskurði Skipulagsstofnunar í ágúst 2003. Eins liggi fyrir að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis til að reisa og reka Hvammsvirkjun hafi verið ógilt með dómi Hæstaréttar. „Við þessar aðstæður liggur ekki fyrir afstaða leyfisveitanda til þess hvort matsskyld framkvæmd verði heimiluð í heild sinni. Við slíkar aðstæður virðist illa samrýmanlegt ákvæðum laga [...] að veitt sé heimild til þess að hefja framkvæmdir við virkjunina með því leyfi sem til umfjöllunar er í máli þessu,“ segir í úrskurðinum. Í kjölfarið segir þó að ekki verði hjá því litið að leyfið sé gefið út með heimild í 4. grein laga 65/2003, þar sem beinlínis sé gert ráð fyrir að leyfi verði veitt til bráðabirgða til matasskyldrar framkvæmda. Tilgangur heimildarinnar sé að flýta fyrir framkvæmdum í sérstökum og brýnum undantekningatilvikum. Færð hafi verið fullnægjandi rök í umræðu um ný raforkulög að þessi heimild væri mikilvæg þegar almannahagsmunir séu í húfi. Nóg að leyfa almenningi að skila umsögn Náttúruverndarsamtökin höfðu í kæru sinni fært rök fyrir því að þátttökuréttur almennings í mati á umhverfisáhrifum hafi verið brotinn. Nefndin segir í úrskurði sínum að ákvörðun um veitingu bráðabirgðaheimildar virðist ekki háð málsmeðferð samkvæmt lögum að öðru leyti en því að nægilegtt sé að matsskýrsla liggi fyrir eða ákvörðun um matsskyldu. Almenningi hafi verið birt leyfisveitingin og gefið tækifæri til að skila umsögn. Vafasöm beiting heimatilbúinna mælikvarða Í séráliti Aðalheiðar Jóhannsdóttur prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings segjast þau ósammála úrskurði meirihluta nefndarinnar og telja rétt að fallast á ógildingu leyfisveitingarinnar. „Veiting virkjunarleyfis til bráðabirða fyrir hluta framkvæmda einvörðungui á sér enga stoð 1. mgr. 4. gr. a. raforkulaga nr. 65/2003.. Ekki er heldur vikið að slíkri framkvæmd í lögskýringargögnum sem fylgdu breytingarlögum nr. 42/2025,“ segir í sérálitinu. „Því síður er vikið að mælikvarðanum „undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar“ eða mælikvarðanum „sem ekki hafi áhrif á vatnshlot“ í tilvitnuðu lagaákvæði eða lögskýringargögnum. Beiting þessara heimatilbúnu mælikvarða er að okkar mati vafasöm.“ Ekki skýrt að Hvammsvirkjun tryggi raforkuöryggi Segir í álitinu að þtta sé til þess búið að grafa undan meginreglum laga um stjórn vatnamála, almennum reglum raforkulaga og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. „Framangreindu til viðbótar teljum við að ekki hafi verið með óyggjandi hætti sýnt fram á að brýn þörf sé til staðar að halda áfram starfsemi vegna virkjunarframkvæmdanna m.t.t. raforkuöryggi,“ segir í sérálitinu. Þau benda á að ekki liggi fyrir hver verði kaupandi raforkunnar sem framleidd veðri í Hvammsvirkjun eða hvort virkjunin muni tryggja almennt raforkuöryggi. Varasamt sé að viðurkenna að Hvammsvirkjun sé sérstakt undantekningatilfelli.
Deilur um Hvammsvirkjun Úrskurðar- og kærunefndir Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu þriggja náttúruverndarsamtaka um að undibúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun yrðu stöðvaðar á meðan á kæruferli vegna framkvæmdaleyfis stendur yfir. 16. september 2025 10:24 Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. 9. september 2025 11:15 Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. 15. ágúst 2025 19:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu þriggja náttúruverndarsamtaka um að undibúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun yrðu stöðvaðar á meðan á kæruferli vegna framkvæmdaleyfis stendur yfir. 16. september 2025 10:24
Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. 9. september 2025 11:15
Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. 15. ágúst 2025 19:36