Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Agnar Már Másson skrifar 26. október 2025 13:33 Timothy Mellon stóð undir kostnaði auglýsinga hjá bæði Trump og Kennedy. Nú borgar hann laun hermanna meðan ríkisstofnanir liggja í lamasessi. Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti að taka við 130 milljón dala gjöf frá ónafngreindum einkaaðila, sem nota á til að greiða laun hermanna. Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði „föðurlandsvin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunarinnar. Hver sá vinur er hefur þó ekki komið í ljós, fyrr en nú. Velunnari hersins reyndist vera Timothy Mellon, milljarðamæringur og einn fjársterkasti stuðningsmaður Trumps, samkvæmt heimildum New York Times, en styrkurinn var gefinn í nafnleynd. „Hann vill ekkert umtal,“ hafði Trump sagt á föstudag þegar blaðamenn ræddu við hann í vikunni um peningagjöfina. „Hann vill helst ekki að nafn sitt sé nefnt, sem er nokkuð óvenjulegt í þeim heimi sem ég kem úr og í stjórnmálum. Maður vill að nafn manns sé nefnt.“ Eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins Hvíta húsið neitaði að tjá sig um málið og New York Times kveðst ekki hafa náð í Mellon. Mellon er erfingi gríðarmikilla auðæfa þar sem langafi hans, Thomas Mellon, stofnaði Mellon Bank árið 1870 sem nú heitir Mellon Financial Corporation. Í fyrra lagði hann 50 milljónir dala (6,1 ma.kr.) í kosningasjóði til stuðnings Donald Trump. Afi hans, Andrew Merton, var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mellon hefur afar nýlega orðið að virkum stuðningsmanni Repúblikanaflokksins. Auðjöfurinn þykir fremur hlédrægur þrátt fyrir að verja miklu fé í að styðja stjórmálasamtök. Hann var einn helsti stuðningsmaður Roberts F. Kennedy heilbrigðisráðherra þegar hann var í kosningabaráttu til forseta. Varnarmálaráðuneytið ítrekar í svari til NYT að það hafi þegið fjárhæðina sem gjöf. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum á stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti að taka við 130 milljón dala gjöf frá ónafngreindum einkaaðila, sem nota á til að greiða laun hermanna. Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði „föðurlandsvin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunarinnar. Hver sá vinur er hefur þó ekki komið í ljós, fyrr en nú. Velunnari hersins reyndist vera Timothy Mellon, milljarðamæringur og einn fjársterkasti stuðningsmaður Trumps, samkvæmt heimildum New York Times, en styrkurinn var gefinn í nafnleynd. „Hann vill ekkert umtal,“ hafði Trump sagt á föstudag þegar blaðamenn ræddu við hann í vikunni um peningagjöfina. „Hann vill helst ekki að nafn sitt sé nefnt, sem er nokkuð óvenjulegt í þeim heimi sem ég kem úr og í stjórnmálum. Maður vill að nafn manns sé nefnt.“ Eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins Hvíta húsið neitaði að tjá sig um málið og New York Times kveðst ekki hafa náð í Mellon. Mellon er erfingi gríðarmikilla auðæfa þar sem langafi hans, Thomas Mellon, stofnaði Mellon Bank árið 1870 sem nú heitir Mellon Financial Corporation. Í fyrra lagði hann 50 milljónir dala (6,1 ma.kr.) í kosningasjóði til stuðnings Donald Trump. Afi hans, Andrew Merton, var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mellon hefur afar nýlega orðið að virkum stuðningsmanni Repúblikanaflokksins. Auðjöfurinn þykir fremur hlédrægur þrátt fyrir að verja miklu fé í að styðja stjórmálasamtök. Hann var einn helsti stuðningsmaður Roberts F. Kennedy heilbrigðisráðherra þegar hann var í kosningabaráttu til forseta. Varnarmálaráðuneytið ítrekar í svari til NYT að það hafi þegið fjárhæðina sem gjöf. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum á stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila