Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Oddur Ævar Gunnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. október 2025 21:03 Einar Bárðarson er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir/Anton Brink Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira