Handbolti

Donni og fé­lagar björguðu stigi undir lokin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson mátti sætta sig við tap í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Kristján Örn Kristjánsson mátti sætta sig við tap í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Vísir/Getty

Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í Skanderborg mistókst að halda í við topplið Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir tap í dag.

Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk fyrir Ringsted og Guðmundur Bragi Ástþórsson eitt þegar liðið vann 37-34 sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Sigurinn var mikilvægur í baráttunni í neðri hluta deildarinnar.

Kristján Örn Kristjánsson átti ágætan leik fyrir Skanderborg sem gerði 36-36 jafntefli gegn Sönderjyske á heimavelli. Kristján skoraði fimm mörk úr átta skotum auk þess að gefa þrjár stoðsendingar. 

Sönderjyske var með pálmann í höndunum í stöðunni 36-33 þegar rúmar 90 sekúndur voru eftir. Heimamenn skoruðu hins vegar þrjú mörk á þessum lokakafla og tryggðu sér gott stig í toppbaráttunni. Skanderborg er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Þá skoraði Katla María Magnúsdóttir þrjú mörk fyrir Holstebro sem vann 32-31 sigur gegn Rödövre í næst efstu deild kvenna. Leikurinn var toppslagur en Holstebro hefur unnið alla leiki sína í deildinni til þessa og er með þægilega forystu á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×