Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 13:38 Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær. Vísir/Anton Brink Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“ Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“
Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira