Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 25. október 2025 11:33 Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið. Samdægurs birtist frétt á Vísi um að þingsályktunartillögu fyrir fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hafi verið dreift á Alþingi. Hún felur í sér áherslu á „aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki“. Fréttin af aukinni þátttöku Íslands í hernaðarbrölti er blaut tuska í andlitið á kvennabaráttunni á þessum degi, þegar það eru 50 ár síðan verkalýðsforinginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mælti þessi orð á Kvennafrídeginum á Arnarhóli: „Við íslenskar konur bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvaldir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: „Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr.“ Ég spyr mig hvað Aðalheiði hefði fundist um það að nú þegar konur eru utanríkisráðherrar okkar og forsætisráðherrar, taki þær fullan þátt í hernaðarhyggjunni sem Aðalheiður talaði gegn? Utanríkisráðherra okkar er tíðrætt um öryggi og varnarsamstarf Íslands og hikar Valkyrjuríkisstjórnin svokallaða ekki við að halla sér upp að Bandaríkjunum, þjóð sem er hvað stórtækust í að brjóta alþjóðalög með því að vopnvæða Ísrael, fjármagna þjóðarmorðið á Gaza. Þau grafa undan alþjóðadómstólum með því að bjóða ísraelska stríðsglæpamenn velkomna og varpa sprengjum á skip í Karabíska og Miðjarahafinu án nokkurra haldbærra réttlætinga, svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríkin, með níðinginn og fjárglæpamanninn Donald Trump í fararbroddi vinna nú markvisst að eyðileggingu á réttindum kvenna, hinsegin fólks, innflytjenda og fjölmiðlafrelsis. Allt tal Þorgerðar Katrínar um frið, lýðræði og mannréttindi verður því í besta falli að innantómu orðagljáfri og í versta falli að vísvitandi gaslýsingu gagnvart íslensku þjóðinni þegar þau eru sett í samhengi við samstarf við Bandaríkin. Tilraun til þess að telja okkur trú um að Valkyrjustjórnin sé að vinna að frið og öryggi í heiminum, þegar raunin er sú að þessi ríkisstjórn vill ekki standa fyrir öruggari heimi, heldur heimi þar sem þjóðarmorðingjar og vinir þeirra ráða ríkjum óháð alþjóðalögum. Og hvað ætli Aðalheiði heitinni fyndist um að dómsmálaráðherra vor, sem er jú einnig kona, hafi skálað við konur í Gamla Bíó í dag að loknum útifundi, svona rétt á milli þess sem hún undirbjó fangelsisvist fyrir flóttabörn? Ætli hafi verið skálað fyrir meðferðinni á kynsystur dómsmálaráðherra, henni Mariiam, sem var enn að jafna sig eftir keisaraskurð eftir tvíburafæðingu hér á landi þegar henni og börnunum var brottvísað til Króatíu? Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda en er nú ein með börnin þar sem faðirinn hefur verið fluttur í varðhald. Þau bíða öll brottflutnings til Rússlands. Ólíkt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídaginn 1975 þá trúi ég því miður ekki að heimurinn breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ekki þegar þær konur hafa ekki haft hugrekki til annars en að halla sér að hrottum heimsins á kostnað þeirra þjáðu, og fórna í leiðinni sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona að í kjölfar þeirrar mögnuðu samstöðu sem náðist enn á ný 24.október 2025, getum við rutt brautina í átt að þeirri hugrökku heimssýn sem Aðalheiður hafði: Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. [...] Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Höfundur er sviðslistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið. Samdægurs birtist frétt á Vísi um að þingsályktunartillögu fyrir fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hafi verið dreift á Alþingi. Hún felur í sér áherslu á „aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki“. Fréttin af aukinni þátttöku Íslands í hernaðarbrölti er blaut tuska í andlitið á kvennabaráttunni á þessum degi, þegar það eru 50 ár síðan verkalýðsforinginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mælti þessi orð á Kvennafrídeginum á Arnarhóli: „Við íslenskar konur bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvaldir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: „Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr.“ Ég spyr mig hvað Aðalheiði hefði fundist um það að nú þegar konur eru utanríkisráðherrar okkar og forsætisráðherrar, taki þær fullan þátt í hernaðarhyggjunni sem Aðalheiður talaði gegn? Utanríkisráðherra okkar er tíðrætt um öryggi og varnarsamstarf Íslands og hikar Valkyrjuríkisstjórnin svokallaða ekki við að halla sér upp að Bandaríkjunum, þjóð sem er hvað stórtækust í að brjóta alþjóðalög með því að vopnvæða Ísrael, fjármagna þjóðarmorðið á Gaza. Þau grafa undan alþjóðadómstólum með því að bjóða ísraelska stríðsglæpamenn velkomna og varpa sprengjum á skip í Karabíska og Miðjarahafinu án nokkurra haldbærra réttlætinga, svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríkin, með níðinginn og fjárglæpamanninn Donald Trump í fararbroddi vinna nú markvisst að eyðileggingu á réttindum kvenna, hinsegin fólks, innflytjenda og fjölmiðlafrelsis. Allt tal Þorgerðar Katrínar um frið, lýðræði og mannréttindi verður því í besta falli að innantómu orðagljáfri og í versta falli að vísvitandi gaslýsingu gagnvart íslensku þjóðinni þegar þau eru sett í samhengi við samstarf við Bandaríkin. Tilraun til þess að telja okkur trú um að Valkyrjustjórnin sé að vinna að frið og öryggi í heiminum, þegar raunin er sú að þessi ríkisstjórn vill ekki standa fyrir öruggari heimi, heldur heimi þar sem þjóðarmorðingjar og vinir þeirra ráða ríkjum óháð alþjóðalögum. Og hvað ætli Aðalheiði heitinni fyndist um að dómsmálaráðherra vor, sem er jú einnig kona, hafi skálað við konur í Gamla Bíó í dag að loknum útifundi, svona rétt á milli þess sem hún undirbjó fangelsisvist fyrir flóttabörn? Ætli hafi verið skálað fyrir meðferðinni á kynsystur dómsmálaráðherra, henni Mariiam, sem var enn að jafna sig eftir keisaraskurð eftir tvíburafæðingu hér á landi þegar henni og börnunum var brottvísað til Króatíu? Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda en er nú ein með börnin þar sem faðirinn hefur verið fluttur í varðhald. Þau bíða öll brottflutnings til Rússlands. Ólíkt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídaginn 1975 þá trúi ég því miður ekki að heimurinn breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ekki þegar þær konur hafa ekki haft hugrekki til annars en að halla sér að hrottum heimsins á kostnað þeirra þjáðu, og fórna í leiðinni sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona að í kjölfar þeirrar mögnuðu samstöðu sem náðist enn á ný 24.október 2025, getum við rutt brautina í átt að þeirri hugrökku heimssýn sem Aðalheiður hafði: Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. [...] Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Höfundur er sviðslistakona.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun