Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 07:44 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. AP/Evan Vucci Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna. Trump neitaði að nafngreina þennan vin og sagði eingöngu að um föðurlandsvin væri að ræða, sem vildi ekki athygli. Hundrað og þrjátíu milljónir dala samsvara um sextán milljörðum króna. Um töluverða upphæð er að ræða en hún er þó dropi í hafið þegar kemur að því að greiða laun ráðuneytisins, sem hefur rúmlega 1,3 milljónir starfsmanna. Í grein New York Times segir að það að borga laun hermanna með framlögum frá einkaaðilum sé mjög óhefðbundið og mögulega lögbrot, þar sem lög banni alríkisstofnunum að eyða peningum sem þingið hefur ekki samþykkt að sé eytt. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum en stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar neita að semja við Demókrata fyrr en eftir að þeir samþykki bráðabirgðafjárlögin. Forsvarsmenn Demókrataflokksins segjast hins vegar hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þegar greiða þurfti laun hermanna í síðustu viku lét Trump færa um átta milljarða dala úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins sem ætlaðir eru til rannsóknar og þróunarvinnu. Óljóst er, samkvæmt AP fréttaveitunni, hvort það sé enn í boði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Trump neitaði að nafngreina þennan vin og sagði eingöngu að um föðurlandsvin væri að ræða, sem vildi ekki athygli. Hundrað og þrjátíu milljónir dala samsvara um sextán milljörðum króna. Um töluverða upphæð er að ræða en hún er þó dropi í hafið þegar kemur að því að greiða laun ráðuneytisins, sem hefur rúmlega 1,3 milljónir starfsmanna. Í grein New York Times segir að það að borga laun hermanna með framlögum frá einkaaðilum sé mjög óhefðbundið og mögulega lögbrot, þar sem lög banni alríkisstofnunum að eyða peningum sem þingið hefur ekki samþykkt að sé eytt. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum en stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar neita að semja við Demókrata fyrr en eftir að þeir samþykki bráðabirgðafjárlögin. Forsvarsmenn Demókrataflokksins segjast hins vegar hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þegar greiða þurfti laun hermanna í síðustu viku lét Trump færa um átta milljarða dala úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins sem ætlaðir eru til rannsóknar og þróunarvinnu. Óljóst er, samkvæmt AP fréttaveitunni, hvort það sé enn í boði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira