Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 20:02 Grunur um meint samráð snýr að útboðum vegna sorphirðu sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári. Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum. Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum.
Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira