Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengju­deildina

Kári Mímisson skrifar
ÍA-KR ÍA-KR bestadeildin, knattspyrna neðri hluti
ÍA-KR ÍA-KR bestadeildin, knattspyrna neðri hluti

KR heldur sæti sínu í Bestu deild karla en Vestri fellur eftir 5-1 stórsigur Vesturbæinga á Ísafirði í dag. Afturelding fylgir Vestra niður í Lengjudeildina.

Leikurinn í dag var fjörugur og á 16. mínútu kom Guðmundur Andri Tryggvason KR í forystuna og um leið í bílstjórasætið í þessum úrslitaleik. Vestri jafnaði strax í kjölfarið en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Risastór dómur og svekkjandi niðurstaða fyrir Vestra sem mótmæltu harðlega.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Eiður Gauti Sæbjörnsson KR í 2-0 og í afar góða stöðu fyrir síðari hálfleikinn. Strax eftir hlé skoraði Guðmundur Andri síðan sitt annað mark og staða KR orðin góð.

Ágúst Eðvald Hlynsson kveikti von í brjóstum stuðningsmanna Vestra með marki á 53. mínútu og minnkaði þá muninn í 3-1 en strax í næstu sókn skoraði Eiður Gauti sitt annað mark og rak síðasta naglann í kistu Ísfirðinga. Luke Rae bætti fimmta marki KR við á 65. mínútu og eftir það var ljóst hver niðurstaðan yrði.

Lokatölur 5-1 fyrir KR sem þar með heldur sæti sínu í Bestu deildinni en Vestri fellur ásamt Aftureldingu í Lengjudeildina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira