Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2025 08:50 Áþekkt mál er til umfjöllunar fyrir dómstólum í Kansas. Getty Níu einstaklingar í Michigan í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn yfirvöldum og vilja að aðstandendur þungaðra kvenna sem hlotið hafa heilaskaða og munu ekki ná sér geti tekið ákvörðun um að leyfa þeim að deyja. Bráðalæknirinn Viktoria Koskenoja er meðal sóknaraðila í málinu en hún og eiginmaður hennar hafa mælt fyrir um hvað þau vilja að gerist ef þau lenda í ofangreindum aðstæðum. Koskenkoja vill að hún fái að deyja, jafnvel þótt hún reynist ólétt þegar það gerist, en það er bannað með lögum í Michigan og um 25 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Það vakti mikla athygli þegar yfirvöld ákváðu í vor að meina fjölskyldu heiladauðrar, þungaðrar konu í Georgíu að leyfa henni að deyja. Konunni, Adriönu Smith, sem var komin níu vikur á leið, var þannig haldið á lífi með aðstoð tækninnar í fjóra mánuði. Þá var barnið fjarlægt með keisaraskurði. Samkvæmt lögum var læknum bannað að grípa til aðgerða sem myndu stuðla að dauða Adriönu og þar með fóstursins, þar sem þungunarrof er ólöglegt eftir að hjartsláttur hefur fundist. Þá njóta fóstur einnig réttinda á við aðrar manneskjur. Að sögn Washington Post varð Koskenkoja reið þegar hún komst að því að valkostir mannsins hennar yrðu takmarkaðir, ef eitthvað kæmi fyrir hana. Michigan sker sig út frá hinum ríkjunum þar sem þungunarrof er heimilt og reglur í kringum það fremur frjálslyndar. Koskenkoja og meðbeiðendur hennar segja fyrrnefnd lög ganga gegn hinum lögunum, með því að taka ákvörðunarvaldið um þungunarrof af konum. Meðal einstaklinga í hópnum eru fjórir læknar, sem koma bæði að umönnun sjúklinga í líknarmeðferð og þjónustu við þungaðar konur. Löggjafin í Michigan hefur verið að skoða að breyta lögunum, sem hafa einnig haft þær afleiðingar að heiladauðum óléttum konum er haldið á lífi jafnvel þótt fóstrinu sem þær bera sé ekki hugað líf. Bandaríkin Heilbrigðismál Þungunarrof Dánaraðstoð Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bráðalæknirinn Viktoria Koskenoja er meðal sóknaraðila í málinu en hún og eiginmaður hennar hafa mælt fyrir um hvað þau vilja að gerist ef þau lenda í ofangreindum aðstæðum. Koskenkoja vill að hún fái að deyja, jafnvel þótt hún reynist ólétt þegar það gerist, en það er bannað með lögum í Michigan og um 25 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Það vakti mikla athygli þegar yfirvöld ákváðu í vor að meina fjölskyldu heiladauðrar, þungaðrar konu í Georgíu að leyfa henni að deyja. Konunni, Adriönu Smith, sem var komin níu vikur á leið, var þannig haldið á lífi með aðstoð tækninnar í fjóra mánuði. Þá var barnið fjarlægt með keisaraskurði. Samkvæmt lögum var læknum bannað að grípa til aðgerða sem myndu stuðla að dauða Adriönu og þar með fóstursins, þar sem þungunarrof er ólöglegt eftir að hjartsláttur hefur fundist. Þá njóta fóstur einnig réttinda á við aðrar manneskjur. Að sögn Washington Post varð Koskenkoja reið þegar hún komst að því að valkostir mannsins hennar yrðu takmarkaðir, ef eitthvað kæmi fyrir hana. Michigan sker sig út frá hinum ríkjunum þar sem þungunarrof er heimilt og reglur í kringum það fremur frjálslyndar. Koskenkoja og meðbeiðendur hennar segja fyrrnefnd lög ganga gegn hinum lögunum, með því að taka ákvörðunarvaldið um þungunarrof af konum. Meðal einstaklinga í hópnum eru fjórir læknar, sem koma bæði að umönnun sjúklinga í líknarmeðferð og þjónustu við þungaðar konur. Löggjafin í Michigan hefur verið að skoða að breyta lögunum, sem hafa einnig haft þær afleiðingar að heiladauðum óléttum konum er haldið á lífi jafnvel þótt fóstrinu sem þær bera sé ekki hugað líf.
Bandaríkin Heilbrigðismál Þungunarrof Dánaraðstoð Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira