Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2025 08:50 Áþekkt mál er til umfjöllunar fyrir dómstólum í Kansas. Getty Níu einstaklingar í Michigan í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn yfirvöldum og vilja að aðstandendur þungaðra kvenna sem hlotið hafa heilaskaða og munu ekki ná sér geti tekið ákvörðun um að leyfa þeim að deyja. Bráðalæknirinn Viktoria Koskenoja er meðal sóknaraðila í málinu en hún og eiginmaður hennar hafa mælt fyrir um hvað þau vilja að gerist ef þau lenda í ofangreindum aðstæðum. Koskenkoja vill að hún fái að deyja, jafnvel þótt hún reynist ólétt þegar það gerist, en það er bannað með lögum í Michigan og um 25 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Það vakti mikla athygli þegar yfirvöld ákváðu í vor að meina fjölskyldu heiladauðrar, þungaðrar konu í Georgíu að leyfa henni að deyja. Konunni, Adriönu Smith, sem var komin níu vikur á leið, var þannig haldið á lífi með aðstoð tækninnar í fjóra mánuði. Þá var barnið fjarlægt með keisaraskurði. Samkvæmt lögum var læknum bannað að grípa til aðgerða sem myndu stuðla að dauða Adriönu og þar með fóstursins, þar sem þungunarrof er ólöglegt eftir að hjartsláttur hefur fundist. Þá njóta fóstur einnig réttinda á við aðrar manneskjur. Að sögn Washington Post varð Koskenkoja reið þegar hún komst að því að valkostir mannsins hennar yrðu takmarkaðir, ef eitthvað kæmi fyrir hana. Michigan sker sig út frá hinum ríkjunum þar sem þungunarrof er heimilt og reglur í kringum það fremur frjálslyndar. Koskenkoja og meðbeiðendur hennar segja fyrrnefnd lög ganga gegn hinum lögunum, með því að taka ákvörðunarvaldið um þungunarrof af konum. Meðal einstaklinga í hópnum eru fjórir læknar, sem koma bæði að umönnun sjúklinga í líknarmeðferð og þjónustu við þungaðar konur. Löggjafin í Michigan hefur verið að skoða að breyta lögunum, sem hafa einnig haft þær afleiðingar að heiladauðum óléttum konum er haldið á lífi jafnvel þótt fóstrinu sem þær bera sé ekki hugað líf. Bandaríkin Heilbrigðismál Þungunarrof Dánaraðstoð Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Bráðalæknirinn Viktoria Koskenoja er meðal sóknaraðila í málinu en hún og eiginmaður hennar hafa mælt fyrir um hvað þau vilja að gerist ef þau lenda í ofangreindum aðstæðum. Koskenkoja vill að hún fái að deyja, jafnvel þótt hún reynist ólétt þegar það gerist, en það er bannað með lögum í Michigan og um 25 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Það vakti mikla athygli þegar yfirvöld ákváðu í vor að meina fjölskyldu heiladauðrar, þungaðrar konu í Georgíu að leyfa henni að deyja. Konunni, Adriönu Smith, sem var komin níu vikur á leið, var þannig haldið á lífi með aðstoð tækninnar í fjóra mánuði. Þá var barnið fjarlægt með keisaraskurði. Samkvæmt lögum var læknum bannað að grípa til aðgerða sem myndu stuðla að dauða Adriönu og þar með fóstursins, þar sem þungunarrof er ólöglegt eftir að hjartsláttur hefur fundist. Þá njóta fóstur einnig réttinda á við aðrar manneskjur. Að sögn Washington Post varð Koskenkoja reið þegar hún komst að því að valkostir mannsins hennar yrðu takmarkaðir, ef eitthvað kæmi fyrir hana. Michigan sker sig út frá hinum ríkjunum þar sem þungunarrof er heimilt og reglur í kringum það fremur frjálslyndar. Koskenkoja og meðbeiðendur hennar segja fyrrnefnd lög ganga gegn hinum lögunum, með því að taka ákvörðunarvaldið um þungunarrof af konum. Meðal einstaklinga í hópnum eru fjórir læknar, sem koma bæði að umönnun sjúklinga í líknarmeðferð og þjónustu við þungaðar konur. Löggjafin í Michigan hefur verið að skoða að breyta lögunum, sem hafa einnig haft þær afleiðingar að heiladauðum óléttum konum er haldið á lífi jafnvel þótt fóstrinu sem þær bera sé ekki hugað líf.
Bandaríkin Heilbrigðismál Þungunarrof Dánaraðstoð Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira