Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 16:39 Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland leiða ríkisstjórn Íslands. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda. Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi eftir hádegi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir voru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, samkvæmt fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar hittist atvinnuveganefnd klukkan níu í dag þar sem ræða á stöðvun stórs hluta framleiðslu Norðuráls. Þess má jafnframt geta að á laugardaginn verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi í tilefni af Kvennaári 2025. Leiðrétt klukkan 17:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að opið hús yrði í Alþingishúsinu á kvennafrídaginn á morgun, hið rétta er að þinghúsið verður opið gestum á laugardaginn, 25. október. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi eftir hádegi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir voru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, samkvæmt fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar hittist atvinnuveganefnd klukkan níu í dag þar sem ræða á stöðvun stórs hluta framleiðslu Norðuráls. Þess má jafnframt geta að á laugardaginn verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi í tilefni af Kvennaári 2025. Leiðrétt klukkan 17:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að opið hús yrði í Alþingishúsinu á kvennafrídaginn á morgun, hið rétta er að þinghúsið verður opið gestum á laugardaginn, 25. október.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira