Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 16:39 Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland leiða ríkisstjórn Íslands. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda. Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi eftir hádegi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir voru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, samkvæmt fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar hittist atvinnuveganefnd klukkan níu í dag þar sem ræða á stöðvun stórs hluta framleiðslu Norðuráls. Þess má jafnframt geta að á laugardaginn verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi í tilefni af Kvennaári 2025. Leiðrétt klukkan 17:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að opið hús yrði í Alþingishúsinu á kvennafrídaginn á morgun, hið rétta er að þinghúsið verður opið gestum á laugardaginn, 25. október. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi eftir hádegi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir voru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, samkvæmt fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar hittist atvinnuveganefnd klukkan níu í dag þar sem ræða á stöðvun stórs hluta framleiðslu Norðuráls. Þess má jafnframt geta að á laugardaginn verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi í tilefni af Kvennaári 2025. Leiðrétt klukkan 17:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að opið hús yrði í Alþingishúsinu á kvennafrídaginn á morgun, hið rétta er að þinghúsið verður opið gestum á laugardaginn, 25. október.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira