Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 19:47 Íslensku landsliðsmennirnir þurfa að koma íslenska landsliðinu meðal átta bestu þjóða Evrópu ef þeir ætla að vera með á nýja stórmótinu. Vísir/Vilhelm Á tímum þegar flestum þykir löngu kominn tími til að fækka stórmótum í handbolta og minnka álagið á besta handboltafólk heims þá fer evrópska handboltasambandið í þveröfuga hátt. HM og EM fara fram á tveggja ára fresti og svo bætast Ólympíuleikar við á fjögurra ára fresti. Nú munu Evrópuleikar landsliða bætast við. Átta bestu landslið Evrópu munu taka þátt í Evrópuleikum landsliða í handbolta frá og með árinu 2030. EHF gaf þetta út í dag. Átta bestu evrópsku landsliðin á hverjum tíma munu taka þátt í þessu nýja stórmóti. Liðið sem stendur sig best í mótinu verður verðlaunað með sæti á næsta Ólympíumóti sem árið 2032. Markmiðið er að mótið verði skipulagt í haust og að það verði síðan í framhaldinu hluti af landsliðsgluggunum. „Ólympíuleikarnir verða í Los Angeles árið 2028 sem og Brisbane árið 2032. Þeir verða haldnir utan Evrópu. Með tilkomu „Evrópuleikanna í handbolta“ tryggir Evrópska handboltasambandið að handbolti á ólympísku gæðastigi verði einnig spilaður í Evrópu í þessari lotu. Rétt eins og með félagsmótin viljum við einnig taka næsta skref fyrir landsliðið. Næsta stig. Sérhver leikur – þetta er mottó okkar,“ sagði Michael Wiederer, forseti EHF. „Evrópuleikarnir í handbolta verða haldnir á fjögurra ára fresti, helst í september og sem hluti af landsliðsviku. Þetta verður þó samræmt við hagsmunaaðila og ferlið í þeim efnum er þegar hafið, byrjað með fundunum sem fóru fram á mánudag og þriðjudag í þessari viku í Vín,“ bætti Wiederer við. Til að ryðja brautina fyrir Evrópuleikana í handbolta þá þarf að koma á öðru sniði fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Sú undankeppni fer fram undir verndarvæng EHF, eins og gildir um öll önnur álfusambönd. EHF segir að allir áhugasamir muni hafa fá sitt tækifæri til að segja sitt álit á þessum nýju Evrópuleikum áður en allt verður endanlega ákveðið. „Nánari upplýsingar verða unnar og síðan tilkynntar sem hluti af næsta fundi framkvæmdastjórnar EHF í desember á þessu ári,“ segir á síðu EHF. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
HM og EM fara fram á tveggja ára fresti og svo bætast Ólympíuleikar við á fjögurra ára fresti. Nú munu Evrópuleikar landsliða bætast við. Átta bestu landslið Evrópu munu taka þátt í Evrópuleikum landsliða í handbolta frá og með árinu 2030. EHF gaf þetta út í dag. Átta bestu evrópsku landsliðin á hverjum tíma munu taka þátt í þessu nýja stórmóti. Liðið sem stendur sig best í mótinu verður verðlaunað með sæti á næsta Ólympíumóti sem árið 2032. Markmiðið er að mótið verði skipulagt í haust og að það verði síðan í framhaldinu hluti af landsliðsgluggunum. „Ólympíuleikarnir verða í Los Angeles árið 2028 sem og Brisbane árið 2032. Þeir verða haldnir utan Evrópu. Með tilkomu „Evrópuleikanna í handbolta“ tryggir Evrópska handboltasambandið að handbolti á ólympísku gæðastigi verði einnig spilaður í Evrópu í þessari lotu. Rétt eins og með félagsmótin viljum við einnig taka næsta skref fyrir landsliðið. Næsta stig. Sérhver leikur – þetta er mottó okkar,“ sagði Michael Wiederer, forseti EHF. „Evrópuleikarnir í handbolta verða haldnir á fjögurra ára fresti, helst í september og sem hluti af landsliðsviku. Þetta verður þó samræmt við hagsmunaaðila og ferlið í þeim efnum er þegar hafið, byrjað með fundunum sem fóru fram á mánudag og þriðjudag í þessari viku í Vín,“ bætti Wiederer við. Til að ryðja brautina fyrir Evrópuleikana í handbolta þá þarf að koma á öðru sniði fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Sú undankeppni fer fram undir verndarvæng EHF, eins og gildir um öll önnur álfusambönd. EHF segir að allir áhugasamir muni hafa fá sitt tækifæri til að segja sitt álit á þessum nýju Evrópuleikum áður en allt verður endanlega ákveðið. „Nánari upplýsingar verða unnar og síðan tilkynntar sem hluti af næsta fundi framkvæmdastjórnar EHF í desember á þessu ári,“ segir á síðu EHF.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira