Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2025 16:59 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að leiðrétta misskilning í hlaðvarpsþættinum Fantasýn. vísir/ívar Illa var vegið að þingmanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni í hlaðvarpsþætti Fantasýn þegar meint fantasy-lið hans í sértilgerðum leik ensku úrvalsdeildarinnar var tekið fyrir. Guðlaugur kannast ekkert við liðið sem honum var eignað í þættinum. Líkt og greint var frá á Vísi í dag báru þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban saman lið þeirra Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í þættinum. Liðið sem merkt var Guðlaugi var hins vegar alls ekki hans lið - þó það hafi verið merkt nafni hans. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Loksins þegar maður kemst í fréttirnar fyrir eitthvað sem maður hefur mjög mikinn áhuga á. Ég hef beðið eftir því að fá umfjöllun um mig í íþróttafréttum svo áratugum skiptir,“ segir Guðlaugur léttur í samtali við íþróttadeild síðdegis. Þú ert sem sagt ekki með tvö lið? Það hefur einhver merkt þitt nafn við liðið? „Ég hef ekki hugmynd. Þetta hlýtur að kalla á rannsókn,“ segir Guðlaugur og hlær. Góð leið til að þjást enn frekar Fantasyliðið sem Guðlaugur var orðaður við fékk fá stig um helgina en þar voru bæði Florian Wirtz og Mohamed Salah innanborðs, leikmenn Liverpool, sem hafa valdið vonbrigðum í upphafi móts. Raunverulegt lið Guðlaugs, sem má sjá á meðfylgjandi mynd, fékk töluvert fleiri stig um helgina - 70 talsins - og þar var Erling Haaland með fyrirliðabandið og engan Liverpool-mann að finna. Liðið til vinstri var ranglega sagt vera lið Guðlaugs Þórs. Til hægri er lið Bjarna Benediktssonar.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Þetta hefur gengið alveg furðuvel. Þetta hafa verið gífurleg vonbrigði undanfarin keppnistímabil. Þetta er góð leið til að þjást enn frekar en að eiga sér lið í ensku deildinni. Ég nota þetta sem gott jafnvægi,“ segir Guðlaugur Þór sem er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. „Ég er ekki með neinn Liverpool-mann og set þarna inn fólk sem mér er ekkert sérstaklega vel við og í liðum sem mér er síður vel við. Ef vonbrigðin verða mikil í úrslitum helgarinnar, þá oftar en ekki fæ ég stig,“ Skilur ekki hvers vegna United-mönnum er illa við Maguire Raunverulegt fantasy-lið Guðlaugs Þórs. Því gengur vel þegar liðum sem Guðlaugur kann ekkert sérlega vel við á góðu gengi að fagna.Mynd/Aðsend Harry Maguire var á varamannabekk Guðlaugs, líkt og sjá má á myndinni. Sá skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Manchester United á Liverpool á sunnudag. Hann hefði viljað hafa hann innaborðs en þó var huggun í því að Acheampong, miðvörður Chelsea, var í liðinu. „Að vísu er ég með þennan unga úr Chelsea sem fékk fleiri stig. Ég er alltaf með Harry Maguire og ég skil ekki af hverju United-mönnum er svona hrikalega illa við hann. Hann skilar alltaf sínu. Auðvitað er það kaldhæðni örlaganna að leikmaður sem United stuðningsmenn þola ekki skyldi skora úrslitamarkið á Anfield. En hann verður í liðinu mínu alveg út tímabilið – nema hann meiðist,“ segir Guðlaugur. Isak meira í símanum en á æfingasvæðinu Guðlaugur vonast til þess að hans menn í Liverpool takist loks að fagna sigri þegar þeir heimsækja Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum - og sérlega hefur tekið á andlegu hliðina tapið gegn United á sunnudag. „Ég er ekkert að fara á taugum. Þetta er glænýtt lið. Menn gleyma í umræðunni hvaða leikmenn Liverpool hefur misst. Það að púsla saman nýju liði tekur alltaf tíma. Svo vill það til að Isak var augljóslega meira í símanum en á æfingavellinum í sumar og er ekki kominn í gang. Við skulum spyrja að leikslokum en ég vona svo sannarlega að dagurinn á morgun verði ekki jafn erfiður og mánudagurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður á allt í einu marga United-vini sem sjá allt í einu sérstaka ástæðu til að tala við mann þessa vikuna,“ segir Guðlaugur að endingu. Eintracht Frankfurt og Liverpool mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport 2. Fantasýn Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í dag báru þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban saman lið þeirra Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í þættinum. Liðið sem merkt var Guðlaugi var hins vegar alls ekki hans lið - þó það hafi verið merkt nafni hans. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Loksins þegar maður kemst í fréttirnar fyrir eitthvað sem maður hefur mjög mikinn áhuga á. Ég hef beðið eftir því að fá umfjöllun um mig í íþróttafréttum svo áratugum skiptir,“ segir Guðlaugur léttur í samtali við íþróttadeild síðdegis. Þú ert sem sagt ekki með tvö lið? Það hefur einhver merkt þitt nafn við liðið? „Ég hef ekki hugmynd. Þetta hlýtur að kalla á rannsókn,“ segir Guðlaugur og hlær. Góð leið til að þjást enn frekar Fantasyliðið sem Guðlaugur var orðaður við fékk fá stig um helgina en þar voru bæði Florian Wirtz og Mohamed Salah innanborðs, leikmenn Liverpool, sem hafa valdið vonbrigðum í upphafi móts. Raunverulegt lið Guðlaugs, sem má sjá á meðfylgjandi mynd, fékk töluvert fleiri stig um helgina - 70 talsins - og þar var Erling Haaland með fyrirliðabandið og engan Liverpool-mann að finna. Liðið til vinstri var ranglega sagt vera lið Guðlaugs Þórs. Til hægri er lið Bjarna Benediktssonar.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Þetta hefur gengið alveg furðuvel. Þetta hafa verið gífurleg vonbrigði undanfarin keppnistímabil. Þetta er góð leið til að þjást enn frekar en að eiga sér lið í ensku deildinni. Ég nota þetta sem gott jafnvægi,“ segir Guðlaugur Þór sem er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. „Ég er ekki með neinn Liverpool-mann og set þarna inn fólk sem mér er ekkert sérstaklega vel við og í liðum sem mér er síður vel við. Ef vonbrigðin verða mikil í úrslitum helgarinnar, þá oftar en ekki fæ ég stig,“ Skilur ekki hvers vegna United-mönnum er illa við Maguire Raunverulegt fantasy-lið Guðlaugs Þórs. Því gengur vel þegar liðum sem Guðlaugur kann ekkert sérlega vel við á góðu gengi að fagna.Mynd/Aðsend Harry Maguire var á varamannabekk Guðlaugs, líkt og sjá má á myndinni. Sá skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Manchester United á Liverpool á sunnudag. Hann hefði viljað hafa hann innaborðs en þó var huggun í því að Acheampong, miðvörður Chelsea, var í liðinu. „Að vísu er ég með þennan unga úr Chelsea sem fékk fleiri stig. Ég er alltaf með Harry Maguire og ég skil ekki af hverju United-mönnum er svona hrikalega illa við hann. Hann skilar alltaf sínu. Auðvitað er það kaldhæðni örlaganna að leikmaður sem United stuðningsmenn þola ekki skyldi skora úrslitamarkið á Anfield. En hann verður í liðinu mínu alveg út tímabilið – nema hann meiðist,“ segir Guðlaugur. Isak meira í símanum en á æfingasvæðinu Guðlaugur vonast til þess að hans menn í Liverpool takist loks að fagna sigri þegar þeir heimsækja Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum - og sérlega hefur tekið á andlegu hliðina tapið gegn United á sunnudag. „Ég er ekkert að fara á taugum. Þetta er glænýtt lið. Menn gleyma í umræðunni hvaða leikmenn Liverpool hefur misst. Það að púsla saman nýju liði tekur alltaf tíma. Svo vill það til að Isak var augljóslega meira í símanum en á æfingavellinum í sumar og er ekki kominn í gang. Við skulum spyrja að leikslokum en ég vona svo sannarlega að dagurinn á morgun verði ekki jafn erfiður og mánudagurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður á allt í einu marga United-vini sem sjá allt í einu sérstaka ástæðu til að tala við mann þessa vikuna,“ segir Guðlaugur að endingu. Eintracht Frankfurt og Liverpool mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport 2.
Fantasýn Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Sjá meira