„Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2025 11:01 Þorlákur Árnason var allt annað en sáttur við vinnubrögð Arnars Þórs Stefánssonar eftir að hann lét reka Þorlák af velli. Sýn Sport Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, verður í leikbanni í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á leiknum við KR á sunnudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar heyrðu þó ekkert sem þeir töldu réttlæta brottrekstur Þorláks. Rauða spjaldið og aðdragandi þess var til umræðu í frábærum þætti af Stúkunni á mánudagskvöld og má heyra umræðuna og köll manna á vellinum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þorlákur hneykslaður eftir rautt spjald Þorlákur fékk munnlega viðvörun á 67. mínútu leiksins eftir köll sín þegar KR-ingurinn Guðmundur Andri Tryggvason lá á vellinum. „Í guðanna bænum stattu í fæturna,“ heyrðist kallað og í kjölfarið fór dómarinn Helgi Mikael Jónasson að Þorláki og varaði hann við: „Annað svona og þá ferðu upp í stúku. Ég ætlast til virðingar gagnvart mér og öðrum. Hættu!“ „Má ég ekki tala við þig? Af hverju má ég ekki tala við dómarann?“ spurði Þorlákur og fékk þau svör frá varadómaranum Arnari Þór Stefánssyni að hann væri löngu kominn yfir línuna. Í kjölfarið virðist Guðmundur Andri hafa látið ljót orð falla í garð Þorláks en það endaði þó með því að Arnar kallaði á Helga Mikael og lét reka Þorlák af velli. Guðmundur Andri sagði ,,þegiðu sköllótta helvítið þitt’’ við Þorlák Árnason. Ekki fallegt. pic.twitter.com/qxAlG8pcTj— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 19, 2025 Þorláki sárnaði greinilega brottreksturinn og spurði hann Arnar ítrekað: „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig? Heyrðiru hvað hann sagði við mig?“ Baldur Sigurðsson sagði í Stúkunni erfitt að vita hvað valdið hefði rauða spjaldinu: „Við alla vega heyrum hann ekki segja neitt ljótt sem að verðskuldar beint rautt spjald. Það virðist bara vera að Arnar hafi bara fengið nóg af honum tala, og það hafi verðskuldað beint rautt. Hann fékk ekki einu sinni gult til viðvörunar,“ sagði Baldur en umræðuna og atburðarásina á Meistaravöllum má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Rauða spjaldið og aðdragandi þess var til umræðu í frábærum þætti af Stúkunni á mánudagskvöld og má heyra umræðuna og köll manna á vellinum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þorlákur hneykslaður eftir rautt spjald Þorlákur fékk munnlega viðvörun á 67. mínútu leiksins eftir köll sín þegar KR-ingurinn Guðmundur Andri Tryggvason lá á vellinum. „Í guðanna bænum stattu í fæturna,“ heyrðist kallað og í kjölfarið fór dómarinn Helgi Mikael Jónasson að Þorláki og varaði hann við: „Annað svona og þá ferðu upp í stúku. Ég ætlast til virðingar gagnvart mér og öðrum. Hættu!“ „Má ég ekki tala við þig? Af hverju má ég ekki tala við dómarann?“ spurði Þorlákur og fékk þau svör frá varadómaranum Arnari Þór Stefánssyni að hann væri löngu kominn yfir línuna. Í kjölfarið virðist Guðmundur Andri hafa látið ljót orð falla í garð Þorláks en það endaði þó með því að Arnar kallaði á Helga Mikael og lét reka Þorlák af velli. Guðmundur Andri sagði ,,þegiðu sköllótta helvítið þitt’’ við Þorlák Árnason. Ekki fallegt. pic.twitter.com/qxAlG8pcTj— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 19, 2025 Þorláki sárnaði greinilega brottreksturinn og spurði hann Arnar ítrekað: „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig? Heyrðiru hvað hann sagði við mig?“ Baldur Sigurðsson sagði í Stúkunni erfitt að vita hvað valdið hefði rauða spjaldinu: „Við alla vega heyrum hann ekki segja neitt ljótt sem að verðskuldar beint rautt spjald. Það virðist bara vera að Arnar hafi bara fengið nóg af honum tala, og það hafi verðskuldað beint rautt. Hann fékk ekki einu sinni gult til viðvörunar,“ sagði Baldur en umræðuna og atburðarásina á Meistaravöllum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira