Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. október 2025 19:25 Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala. Vísir/Lýður Valberg Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Stjórnendur Íslandsbanka tilkynntu í dag að ákveðið hefði verið að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum til einstaklinga. Fetaði bankinn þar með í spor hinna viðskiptabankanna tveggja auk þriggja lífeyrissjóða sem allir hafa gert hlé á lánveitingunum í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Sagði fjármálaráðherra í hádegisfréttum í dag að nú sé til skoðunar hvernig búa megi til viðmið fyrir vexti slíkra lána. Erfitt að starfa í þessari óvissu Monika Hjálmtýsdóttir formaður félags fasteignasala segir erfitt að starfa í slíkri óvissu. „Þeir sem eru að fá í dag samþykkt kauptilboð og ætla að fara að sækja um lán í dag, þá er í raun og veru allt stopp, sem er mjög neikvætt.“ Meirihluti lántakenda velji verðtryggð lán vegna núverandi verðbólguástands og staðan nú bitni því á flestum kaupendum. „Og verðtryggðu lánin eru auðvitað mjög mikilvæg á íslenskum fasteignamarkaði, miðað við það umhverfi sem við búum í, þó svo við myndum örugglega flest kjósa það að þau væru ekki til, en ef þau myndu hverfa af markaðnum núna þá yrði stór hluti af kaupendum þarna úti sem hreinlega gætu ekki keypt sér fasteign.“ Núverandi ástand megi ekki vara lengi Fasteignamarkaðurinn megi ekki við því að núverandi ástand vari lengi, fjársterkari aðilar sitji nú einir að markaðnum. „Ég myndi segja að það væri ein til tvær vikur sem þetta mætti alls ekki taka lengri tíma en það þar til þetta færi að hafa veruleg áhrif. Þetta myndi líka bara skapa ákveðinn ójöfnuð út á markaðnum, því meðan þetta ástand varir og það er ákveðinn hópur þarna úti sem getur hreinlega ekki keypt fasteignir þá eru aðrir sem hafa kost á því og standa þá bara einir að því sem í boði er.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Stjórnendur Íslandsbanka tilkynntu í dag að ákveðið hefði verið að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum til einstaklinga. Fetaði bankinn þar með í spor hinna viðskiptabankanna tveggja auk þriggja lífeyrissjóða sem allir hafa gert hlé á lánveitingunum í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Sagði fjármálaráðherra í hádegisfréttum í dag að nú sé til skoðunar hvernig búa megi til viðmið fyrir vexti slíkra lána. Erfitt að starfa í þessari óvissu Monika Hjálmtýsdóttir formaður félags fasteignasala segir erfitt að starfa í slíkri óvissu. „Þeir sem eru að fá í dag samþykkt kauptilboð og ætla að fara að sækja um lán í dag, þá er í raun og veru allt stopp, sem er mjög neikvætt.“ Meirihluti lántakenda velji verðtryggð lán vegna núverandi verðbólguástands og staðan nú bitni því á flestum kaupendum. „Og verðtryggðu lánin eru auðvitað mjög mikilvæg á íslenskum fasteignamarkaði, miðað við það umhverfi sem við búum í, þó svo við myndum örugglega flest kjósa það að þau væru ekki til, en ef þau myndu hverfa af markaðnum núna þá yrði stór hluti af kaupendum þarna úti sem hreinlega gætu ekki keypt sér fasteign.“ Núverandi ástand megi ekki vara lengi Fasteignamarkaðurinn megi ekki við því að núverandi ástand vari lengi, fjársterkari aðilar sitji nú einir að markaðnum. „Ég myndi segja að það væri ein til tvær vikur sem þetta mætti alls ekki taka lengri tíma en það þar til þetta færi að hafa veruleg áhrif. Þetta myndi líka bara skapa ákveðinn ójöfnuð út á markaðnum, því meðan þetta ástand varir og það er ákveðinn hópur þarna úti sem getur hreinlega ekki keypt fasteignir þá eru aðrir sem hafa kost á því og standa þá bara einir að því sem í boði er.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira