Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 14:41 Pappír sem er safnað í bláar flokkunartunnur við heimili er sendur erlendis til endurvinnslu. Undanfarin tvö ár hafa drykkjarfernur verið flokkaðar sérstaklega úr en því verður nú hætt tímabundið á meðan skilvirkari og umhverfisvænni leiðar er leitað. Vísir/Arnar SORPA ætlar að hætta að láta flokka drykkjarfernur sérstaklega frá pappír sem er sendur erlendis til endurvinnslu. Ástæðan er sögð sú að flokkunin skili afar litlum árangri, auki losun koltvísýrings og sé kostnaðarsöm. Pappírsumbúðir hafa verið sendar úr landi til þess að flokka drykkjarfernur sérstaklega frá öðrum pappírsumbúðum og senda þær í sérhæfða endurvinnslu undanfarin tvö ár. Hönnun fernanna þýðir að almennar endurvinnsluaðferðir fyrir pappa duga ekki á þær og fara þarf með þær í sérhæfða endurvinnslu. Gripið var til þess ráðs að láta flokka fernurnar eftir að í ljós kom að fyrirtækið sem tók við pappaúrgangi frá SORPU gat ekki ábyrgst að þær væru endurunnar. Fernurnar voru því brenndar í staðinn. Í tilkynningu frá SORPU um að ákveðið hafi verið að hætta að flokka pappírsúrgang sem flokkaður er við heimili og er sendur til endurvinnslu kemur fram að athuganir síðustu tvö ár hafi leitt í ljós að fyrirkomulagið skili litlum árangri, sé verra fyrir loftslagið og sé dýrt. Þannig skili þessi sérhæfða endurvinnsla aðeins um 0,5 prósent auknum heildarárangri í endurvinnslu pappírs, úr 90,3 prósentum í 90,8 prósent. Hagfræðistofnun hafi jafnframt bent á í skýrslu í síðasta mánuði að núverandi fyrirkomulagi fylgi meiri koltvísýringslosun en fyrra ferli. Sérflokkunin kosti þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hafi hafnað kröfu SORPU um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiða. Standa sig vel í endurvinnslu SORPA segist nú leita að skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari leið til að safna og meðhöndla drykkjarfernur, meðal annars í samráði við framleiðendur drykkjarvara og smásölufyrirtækja. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár staðið mjög sig vel í flokkun á öllum flokkum, sem er forsenda endurvinnslu. SORPA biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu því eftir sem áður að setja drykkjarfernur í tunnuna fyrir pappír við heimili meðan leitað er leiða til að koma þeim í sérhæfða endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni. Sorpa Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Pappírsumbúðir hafa verið sendar úr landi til þess að flokka drykkjarfernur sérstaklega frá öðrum pappírsumbúðum og senda þær í sérhæfða endurvinnslu undanfarin tvö ár. Hönnun fernanna þýðir að almennar endurvinnsluaðferðir fyrir pappa duga ekki á þær og fara þarf með þær í sérhæfða endurvinnslu. Gripið var til þess ráðs að láta flokka fernurnar eftir að í ljós kom að fyrirtækið sem tók við pappaúrgangi frá SORPU gat ekki ábyrgst að þær væru endurunnar. Fernurnar voru því brenndar í staðinn. Í tilkynningu frá SORPU um að ákveðið hafi verið að hætta að flokka pappírsúrgang sem flokkaður er við heimili og er sendur til endurvinnslu kemur fram að athuganir síðustu tvö ár hafi leitt í ljós að fyrirkomulagið skili litlum árangri, sé verra fyrir loftslagið og sé dýrt. Þannig skili þessi sérhæfða endurvinnsla aðeins um 0,5 prósent auknum heildarárangri í endurvinnslu pappírs, úr 90,3 prósentum í 90,8 prósent. Hagfræðistofnun hafi jafnframt bent á í skýrslu í síðasta mánuði að núverandi fyrirkomulagi fylgi meiri koltvísýringslosun en fyrra ferli. Sérflokkunin kosti þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hafi hafnað kröfu SORPU um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiða. Standa sig vel í endurvinnslu SORPA segist nú leita að skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari leið til að safna og meðhöndla drykkjarfernur, meðal annars í samráði við framleiðendur drykkjarvara og smásölufyrirtækja. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár staðið mjög sig vel í flokkun á öllum flokkum, sem er forsenda endurvinnslu. SORPA biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu því eftir sem áður að setja drykkjarfernur í tunnuna fyrir pappír við heimili meðan leitað er leiða til að koma þeim í sérhæfða endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni.
Sorpa Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira