Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 11:32 Katrín Ásbjörnsdóttir fékk tíma til að faðma liðsfélaga sína áður en hún gekk af velli á fyrstu mínútu leiksins við FH, í lokaumferð Bestu deildarinnar. Skjáskot/Sýn Sport Katrín Ásbjörnsdóttir var lofuð í hástert í lokaþætti tímabilsins af Bestu mörkunum. Þessi frábæra knattspyrnukona fékk að spila fyrstu sekúndurnar í lokaleik tvöfaldra meistara Breiðabliks og var svo kvödd með virktum. Byrjunin á leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar var afar óvenjuleg. Katrín, sem annars hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst alvarlega í lokaleik síðasta tímabils, fékk að ljúka glæstum ferli sínum á því að taka upphafsspyrnuna. Klippa: Katrín kvödd með einstökum hætti Blikar ætluðu svo að spyrna boltanum strax út af svo hægt yrði að skipta Katrínu af velli en hún gat ekki annað en skellt upp úr þegar fyrirliðinn Heiða Ragney Viðarsdóttir sparkaði boltanum óvart fyrst í liðsfélaga. Þegar boltinn var kominn út af gat Katrín faðmað liðsfélaga sína og gengið sátt af velli úr sínum síðasta leik, á ferli þar sem Íslandsmeistaratitlar með Þór/KA og Stjörnunni, og EM með íslenska landsliðinu, eru meðal þess sem stendur upp úr. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum, um það hvernig Blikar kvöddu Katrínu með því að leyfa henni að byrja leikinn gegn FH. Afar fallega gert og viðeigandi, að mati sérfræðinganna. „Staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril“ „Katrín á allt sviðið skilið. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril. Komið víða við og alltaf lagt sitt að mörkum og verið stór hluti af velgengni sinna liða. Ég man vel eftir henni í 3. flokki, þegar ég þjálfaði flokk Vals, og KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn og það var svolítið mikið Katrínu að þakka. Hún var ung farin að taka pláss og sýna gæði sín og tæknilega getu. Gott hjá Blikum að gefa henni rými og tækifæri til að þakka fyrir sig, og ekki síður öðrum til að þakka henni fyrir hennar framlag,“ sagði Margrét Lára. Katrín skoraði samtals 93 mörk í 215 leikjum í efstu deild hér á landi, og eitt mark í 19 A-landsleikjum, en varð að hætta vegna meiðsla. „Engin sem á þetta meira skilið“ Ásta Eir Árnadóttir, sem lék eitt tímabil með Katrínu í Breiðabliki, tók í sama streng og Margrét: „Þetta er fallega gert og hún á allt gott skilið. Hún lendir í þessum meiðslum fyrir ári síðan, í úrslitaleiknum í fyrra, en er búin að mæta daglega. Er í klefanum, ótrúlega góður karakter og liðsmaður, og það er engin sem á þetta meira skilið en hún að fá svona endi, þó auðvitað sé það ekki óskastaða að þurfa að hætta svona. Hennar verður sárt saknað úr Kópavoginum.“ Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Byrjunin á leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar var afar óvenjuleg. Katrín, sem annars hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst alvarlega í lokaleik síðasta tímabils, fékk að ljúka glæstum ferli sínum á því að taka upphafsspyrnuna. Klippa: Katrín kvödd með einstökum hætti Blikar ætluðu svo að spyrna boltanum strax út af svo hægt yrði að skipta Katrínu af velli en hún gat ekki annað en skellt upp úr þegar fyrirliðinn Heiða Ragney Viðarsdóttir sparkaði boltanum óvart fyrst í liðsfélaga. Þegar boltinn var kominn út af gat Katrín faðmað liðsfélaga sína og gengið sátt af velli úr sínum síðasta leik, á ferli þar sem Íslandsmeistaratitlar með Þór/KA og Stjörnunni, og EM með íslenska landsliðinu, eru meðal þess sem stendur upp úr. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum, um það hvernig Blikar kvöddu Katrínu með því að leyfa henni að byrja leikinn gegn FH. Afar fallega gert og viðeigandi, að mati sérfræðinganna. „Staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril“ „Katrín á allt sviðið skilið. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril. Komið víða við og alltaf lagt sitt að mörkum og verið stór hluti af velgengni sinna liða. Ég man vel eftir henni í 3. flokki, þegar ég þjálfaði flokk Vals, og KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn og það var svolítið mikið Katrínu að þakka. Hún var ung farin að taka pláss og sýna gæði sín og tæknilega getu. Gott hjá Blikum að gefa henni rými og tækifæri til að þakka fyrir sig, og ekki síður öðrum til að þakka henni fyrir hennar framlag,“ sagði Margrét Lára. Katrín skoraði samtals 93 mörk í 215 leikjum í efstu deild hér á landi, og eitt mark í 19 A-landsleikjum, en varð að hætta vegna meiðsla. „Engin sem á þetta meira skilið“ Ásta Eir Árnadóttir, sem lék eitt tímabil með Katrínu í Breiðabliki, tók í sama streng og Margrét: „Þetta er fallega gert og hún á allt gott skilið. Hún lendir í þessum meiðslum fyrir ári síðan, í úrslitaleiknum í fyrra, en er búin að mæta daglega. Er í klefanum, ótrúlega góður karakter og liðsmaður, og það er engin sem á þetta meira skilið en hún að fá svona endi, þó auðvitað sé það ekki óskastaða að þurfa að hætta svona. Hennar verður sárt saknað úr Kópavoginum.“
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira