Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2025 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, Halldór Árnason og Arnar Gunnlaugsson hafa allir byrjað Sambandsdeildina án þess að ná að klára hana með liðum sínum. Vísir/Diego/EPA/Jakub Kaczmarczyk/MARTIAL TREZZINI Breiðablik varð í haust þriðja íslenska liðið til að vinna sér þátttökurétt í aðalhluta Sambandsdeildar Evrópu en líkt og hjá hinum tveimur liðunum á undan þá var gerð þjálfarabreyting í miðjum klíðum. Halldór Árnason var í gær rekinn sem þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Víkingi um helgina. Ólafur Ingi Skúlason tekur við liðinu, stýrir því út keppnina og svo áfram á næsta tímabili. Blikar eru þegar búnir að spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni sem tapaðist 3-0 á móti Lausanne úti í Sviss en næsti leikur er síðan á móti finnska liðinu KuPS á fimmtudaginn. Halldór sjálfur tók við Blikaliðinu undir svipuðum kringumstæðum en þá hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson með liðið og tók við norska liðinu Haugesund. Blikar voru þá búnir að spila tvo leiki í Sambandsdeildinni, töpuðu 3-2 á móti Maccabi Tel Aviv og 0-1 á móti Zorya Luhansk. Óskar Hrafn hætti með Blika eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar og fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs var sambandsdeildarleikur á móti belgíska liðinu Gent sem tapaðist 5-0. Halldór og Blikar hafa tapað öllum leikjum sínum í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar komust í Sambandsdeildina í fyrra og skiptu líka um þjálfara í henni, þó mun síðar og eftir að hafa fagnað tveimur sögulegum sigrum. Arnar Gunnlaugsson hætti með Víkingsliðið til að taka við íslenska landsliðinu en hann hafði þá komið Víkinum áfram í umspilið. Fyrstu keppnisleikir Víkingsliðsins undir stjórn Sölva voru síðan gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingar duttu naumlega út eftir að hafa unnið fyrri leikinn sem spila þurfti í Helsinki í Finnlandi. Líkt og Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars og fengið stöðuhækkun þá var Sölvi Geir líka aðstoðarmaður Arnars. Ólafur Ingi Skúlason kemur aftur á móti alveg nýr inn hjá Blikum og það er því eflaust meiri breyting á hlutunum en í tilfelli hinna tveggja. Bæði Halldór og Sölvi breyttu þó talsverðu þegar þeir tóku við. Þeir Halldór og Sölvi eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa tekið við liði sínu í miðri Sambandsdeild undanfarin ár heldur tókst þeim síðan báðum að gera liðið sitt að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ólafi Inga takist einnig að halda í þá hefð og skila Íslandsmeistaratitlinum í hús í Smáranum eftir eitt ár. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Halldór Árnason var í gær rekinn sem þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Víkingi um helgina. Ólafur Ingi Skúlason tekur við liðinu, stýrir því út keppnina og svo áfram á næsta tímabili. Blikar eru þegar búnir að spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni sem tapaðist 3-0 á móti Lausanne úti í Sviss en næsti leikur er síðan á móti finnska liðinu KuPS á fimmtudaginn. Halldór sjálfur tók við Blikaliðinu undir svipuðum kringumstæðum en þá hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson með liðið og tók við norska liðinu Haugesund. Blikar voru þá búnir að spila tvo leiki í Sambandsdeildinni, töpuðu 3-2 á móti Maccabi Tel Aviv og 0-1 á móti Zorya Luhansk. Óskar Hrafn hætti með Blika eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar og fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs var sambandsdeildarleikur á móti belgíska liðinu Gent sem tapaðist 5-0. Halldór og Blikar hafa tapað öllum leikjum sínum í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar komust í Sambandsdeildina í fyrra og skiptu líka um þjálfara í henni, þó mun síðar og eftir að hafa fagnað tveimur sögulegum sigrum. Arnar Gunnlaugsson hætti með Víkingsliðið til að taka við íslenska landsliðinu en hann hafði þá komið Víkinum áfram í umspilið. Fyrstu keppnisleikir Víkingsliðsins undir stjórn Sölva voru síðan gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingar duttu naumlega út eftir að hafa unnið fyrri leikinn sem spila þurfti í Helsinki í Finnlandi. Líkt og Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars og fengið stöðuhækkun þá var Sölvi Geir líka aðstoðarmaður Arnars. Ólafur Ingi Skúlason kemur aftur á móti alveg nýr inn hjá Blikum og það er því eflaust meiri breyting á hlutunum en í tilfelli hinna tveggja. Bæði Halldór og Sölvi breyttu þó talsverðu þegar þeir tóku við. Þeir Halldór og Sölvi eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa tekið við liði sínu í miðri Sambandsdeild undanfarin ár heldur tókst þeim síðan báðum að gera liðið sitt að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ólafi Inga takist einnig að halda í þá hefð og skila Íslandsmeistaratitlinum í hús í Smáranum eftir eitt ár.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira