Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 12:59 Sigurður Egill skilur við Val með margar góðar minningar en viðskilnaðurinn virðist ekki hafa heppnast fullkomlega. VÍSIR Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um væntanlegan viðskilnað við leikjahæsta leikmann félagsins í efstu deild frá upphafi. Stjórnin segir „ekki fjárhagslega ábyrgt“ að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðarinnar. Sigurður Egill sagðist í viðtali við Vísi í gærkvöld, eftir 4-4 jafnteflið við Val, að síðustu dagar hefðu verið erfiðir, eftir að í ljós kom að hann myndi hætta á Hlíðarenda eftir tímabilið. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir og ég er ekki alveg búinn að melta það að ég sé að fara að yfirgefa Val. Mér finnst líka frekar slakt að fá skilaboð í gegnum messenger að minni þjónustu sé ekki óskað lengur hjá félaginu. Eftir 13 ár hjá Val finnst mér ég eiga betra skilið,“ sagði Sigurður Egill. Í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Vals, sem lesa má í heild hér að neðan, segir að Sigurður hafi fengið viðurkenningu í sumar þegar hann sló leikjamet félagsins í efstu deild. Einnig að samþykkt hafi verið á fundi með Sigurði í september að gera betur við hann, vegna starfsloka hans, en samningur segir til um. Í yfirlýsingunni segir að það hafi komið til tals fyrir þetta tímabil, af hálfu Sigurðar, að hann færi í annað félag til að fá stærra hlutverk en í Val. Hann hafi svo endað á að taka slaginn í sumar. Ljóst sé að Sigurður hafi átt frábæran feril með félaginu, og leikið lykilhlutverk í liðum sem unnu titlana á árunum 2015-20, en ákvörðunin núna sé tekin með framtíðarhagsmuni félagsins í huga. Yfirlýsing Vals í heild sinni: Vegna umræðu síðustu daga varðandi leikmann okkar, Sigurð Egil Lárusson, vill stjórn knattspyrnudeildar koma eftirfarandi á framfæri: „Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt samtöl og fundi með leikmanninum vegna þessa, þá fyrst fyrir tímabilið þar sem til tals kom af hálfu leikmanns að leita á önnur mið vegna takmarkaðs spiltíma. Síðan tók leikmaður ákvörðun um að taka slaginn með Val í sumar. Um mitt sumar veitti stjórn fyrir hönd félagins leikmanninum viðurkenningu fyrir að slá met yfir flesta leiki í efstu deild hjá Val. Á síðasta fundi stjórnar með leikmanninum í septembermánuði sömdum við fyrir hönd félagsins um að gera betur við hann en samningur segir til um vegna starfsloka hans. Siggi hefur átt frábæran feril hjá Val og skapað frábærar minningar og leikið lykilhlutverk í liðum sem unnu titla á árunum 2015-2020. Á þessu tímabili hefur spilmínútum fækkað og hann spilað minnihluta leiktíma liðsins í sumar. Þegar stjórn félagsins tekur ákvarðanir er það með hagsmuni félagsins til framtíðar. Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar. Stjórn knattspyrnudeildar Vals þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu. Það er vilji okkar að kveðja leikmenn, ekki síst þá sem hafa verið lengi hjá félaginu á fallegan hátt. Þá er vert að benda á það að tímabilinu er ekki lokið og umræddur leikmaður á enn eftir að leika sinn síðasta leik fyrir félagið. Í kjölfarið fer fram lokahóf deildarinnar sem er sá vettvangur þar sem við heiðrum leikmenn okkar fyrir vel unnin störf fyrir félagið.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sigurður Egill sagðist í viðtali við Vísi í gærkvöld, eftir 4-4 jafnteflið við Val, að síðustu dagar hefðu verið erfiðir, eftir að í ljós kom að hann myndi hætta á Hlíðarenda eftir tímabilið. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir og ég er ekki alveg búinn að melta það að ég sé að fara að yfirgefa Val. Mér finnst líka frekar slakt að fá skilaboð í gegnum messenger að minni þjónustu sé ekki óskað lengur hjá félaginu. Eftir 13 ár hjá Val finnst mér ég eiga betra skilið,“ sagði Sigurður Egill. Í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Vals, sem lesa má í heild hér að neðan, segir að Sigurður hafi fengið viðurkenningu í sumar þegar hann sló leikjamet félagsins í efstu deild. Einnig að samþykkt hafi verið á fundi með Sigurði í september að gera betur við hann, vegna starfsloka hans, en samningur segir til um. Í yfirlýsingunni segir að það hafi komið til tals fyrir þetta tímabil, af hálfu Sigurðar, að hann færi í annað félag til að fá stærra hlutverk en í Val. Hann hafi svo endað á að taka slaginn í sumar. Ljóst sé að Sigurður hafi átt frábæran feril með félaginu, og leikið lykilhlutverk í liðum sem unnu titlana á árunum 2015-20, en ákvörðunin núna sé tekin með framtíðarhagsmuni félagsins í huga. Yfirlýsing Vals í heild sinni: Vegna umræðu síðustu daga varðandi leikmann okkar, Sigurð Egil Lárusson, vill stjórn knattspyrnudeildar koma eftirfarandi á framfæri: „Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt samtöl og fundi með leikmanninum vegna þessa, þá fyrst fyrir tímabilið þar sem til tals kom af hálfu leikmanns að leita á önnur mið vegna takmarkaðs spiltíma. Síðan tók leikmaður ákvörðun um að taka slaginn með Val í sumar. Um mitt sumar veitti stjórn fyrir hönd félagins leikmanninum viðurkenningu fyrir að slá met yfir flesta leiki í efstu deild hjá Val. Á síðasta fundi stjórnar með leikmanninum í septembermánuði sömdum við fyrir hönd félagsins um að gera betur við hann en samningur segir til um vegna starfsloka hans. Siggi hefur átt frábæran feril hjá Val og skapað frábærar minningar og leikið lykilhlutverk í liðum sem unnu titla á árunum 2015-2020. Á þessu tímabili hefur spilmínútum fækkað og hann spilað minnihluta leiktíma liðsins í sumar. Þegar stjórn félagsins tekur ákvarðanir er það með hagsmuni félagsins til framtíðar. Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar. Stjórn knattspyrnudeildar Vals þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu. Það er vilji okkar að kveðja leikmenn, ekki síst þá sem hafa verið lengi hjá félaginu á fallegan hátt. Þá er vert að benda á það að tímabilinu er ekki lokið og umræddur leikmaður á enn eftir að leika sinn síðasta leik fyrir félagið. Í kjölfarið fer fram lokahóf deildarinnar sem er sá vettvangur þar sem við heiðrum leikmenn okkar fyrir vel unnin störf fyrir félagið.“
Yfirlýsing Vals í heild sinni: Vegna umræðu síðustu daga varðandi leikmann okkar, Sigurð Egil Lárusson, vill stjórn knattspyrnudeildar koma eftirfarandi á framfæri: „Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt samtöl og fundi með leikmanninum vegna þessa, þá fyrst fyrir tímabilið þar sem til tals kom af hálfu leikmanns að leita á önnur mið vegna takmarkaðs spiltíma. Síðan tók leikmaður ákvörðun um að taka slaginn með Val í sumar. Um mitt sumar veitti stjórn fyrir hönd félagins leikmanninum viðurkenningu fyrir að slá met yfir flesta leiki í efstu deild hjá Val. Á síðasta fundi stjórnar með leikmanninum í septembermánuði sömdum við fyrir hönd félagsins um að gera betur við hann en samningur segir til um vegna starfsloka hans. Siggi hefur átt frábæran feril hjá Val og skapað frábærar minningar og leikið lykilhlutverk í liðum sem unnu titla á árunum 2015-2020. Á þessu tímabili hefur spilmínútum fækkað og hann spilað minnihluta leiktíma liðsins í sumar. Þegar stjórn félagsins tekur ákvarðanir er það með hagsmuni félagsins til framtíðar. Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar. Stjórn knattspyrnudeildar Vals þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu. Það er vilji okkar að kveðja leikmenn, ekki síst þá sem hafa verið lengi hjá félaginu á fallegan hátt. Þá er vert að benda á það að tímabilinu er ekki lokið og umræddur leikmaður á enn eftir að leika sinn síðasta leik fyrir félagið. Í kjölfarið fer fram lokahóf deildarinnar sem er sá vettvangur þar sem við heiðrum leikmenn okkar fyrir vel unnin störf fyrir félagið.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira