Lífið

Nóa-Siríus fjöl­skyldan fyrr­verandi selur súkkulaðihöll

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þriggja hæða hús í Breiðholtinu.
Þriggja hæða hús í Breiðholtinu.

Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus.

Fasteignamat eignarinnar er 163 milljónir en um er að ræða 338 fermetra þriggja hæða hús í Seljahverfinu í Breiðholti. Ekkert verð er gefið upp fyrir eignina heldur óskað eftir tilboði.

Í lýsingu segir að húsið sé vel skipulagt. Það séu fjögur svefnherbergi, bílskúr, stór og ræktuð lóð við friðað svæði og að staðsetningin sé einkar friðsæl. Þá kemur fram að húsið hafi verið mikið endurnýjað.

Svæðið við húsið er friðað.

Í húsinu eru tvö fataherbergi, baðherbergi með spa stemningu og líkamsrækt í bílskúr.

„Lóðin er afar falleg og vel hönnuð, hellulögð að hluta með góðum palli, barnahúsi og gróðursælum garði þar sem álfasteinn prýðir svæðið. Hægt er að njóta bæði morgun- og kvöldsólar í þessu friðsæla umhverfi. Þetta er einstaklega hlýlegt og vandað heimili á einum af bestu stöðunum í Seljahverfi eða á höfuðborgarsvæðinu ef út í það yrði farið,“ segir í lýsingunni.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Spa-stemning á baðherberginu.
Tvö fataherbergi eru í húsinu.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.