Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2025 10:31 Birta Georgsdóttir í fagnaðarlátum Breiðabliks eftir leikinn gegn FH. Hér sést hún ásamt Andreu Rut Bjarnadóttur og Elínu Helenu karlsdóttur. vísir/anton Nik Chamberlain, fráfarandi þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, skilur ekki af hverju Birta Georgsdóttir er ekki í íslenska landsliðinu. Birta skoraði eitt marka Breiðabliks í 3-2 sigri á FH í lokaumferð Bestu deildar kvenna í gær. Eftir leikinn fékk hún viðurkenningu fyrir að hafa verið valin besti leikmaður deildarinnar af samherjum og mótherjum hennar. Birta skoraði átján mörk í Bestu deildinni, fimm mörkum minna en markadrottning hennar, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem leikur einnig með Breiðabliki. Þrátt fyrir að hafa skorað grimmt og spilað vel í sumar voru Birta og Berglind ekki valdar í íslenska landsliðið sem mætir Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Nik segist skilja af hverju Berglind var ekki valin en botnar ekkert í því af hverju Þorsteinn Halldórsson valdi Birtu ekki í landsliðið. „Berglind er markaskorari. Á því liggur enginn vafi. Hvernig við spilum, verandi besta liðið í deildinni, mikið með boltann og skapa mörg færi, þetta er annar leikstíll, og að spila með tvær frammi, en hjá Íslandi. Þannig ég skil þann þankagang. Ef þetta væri topp tíu lið sem væri mikið með boltann sæi ég það. Hún er örugglega svekkt þar sem hún er markahæst en ég skil þetta út frá sjónarhóli þjálfarans,“ sagði Nik í lokaþætti Bestu marka kvenna í gær. „Hvað Birtu varðar sé ég ekki af hverju hún er ekki miðað við árið sem hún hefur átt. Hún hefur aðallega spilað sem framherji en í sumum leikjum hefur hún verið á kantinum. Hún færir sig eðlilega út á kantinn út af því sem hún getur gert.“ Klippa: Nik um Birtu Nik bendir á að Birta hafi spilað vel í stærstu leikjum sumarsins og auk þess að skora fullt af mörkum hafi hún líka verið dugleg að leggja upp fyrir samherja sína. „Varðandi það sem þeir voru kannski að leita að sem kantmanni er ég mjög hissa að hún hafi ekki verið á lista eða hafi ekki fengið símtal, að hún sé á radaranum,“ sagði Nik. „Þú getur séð með unga leikmenn eins og Thelmu og Maríu. En Birta er bara 23 ára. Ef hún væri 26-28 ára myndi ég kannski skilja þetta. Thelma hefur átt frábært ár og María hefur verið fín í Svíþjóð en Birta hefur átt ótrúlegt tímabil og er best í deildinni. Af hverju hún er ekki með er spurning sem þú verður að spyrja Steina.“ Nik stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær en för hans er heitið til Svíþjóðar þar sem hann tekur við Kristianstad. Innslagið úr Bestu mörkum kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Birta skoraði eitt marka Breiðabliks í 3-2 sigri á FH í lokaumferð Bestu deildar kvenna í gær. Eftir leikinn fékk hún viðurkenningu fyrir að hafa verið valin besti leikmaður deildarinnar af samherjum og mótherjum hennar. Birta skoraði átján mörk í Bestu deildinni, fimm mörkum minna en markadrottning hennar, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem leikur einnig með Breiðabliki. Þrátt fyrir að hafa skorað grimmt og spilað vel í sumar voru Birta og Berglind ekki valdar í íslenska landsliðið sem mætir Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Nik segist skilja af hverju Berglind var ekki valin en botnar ekkert í því af hverju Þorsteinn Halldórsson valdi Birtu ekki í landsliðið. „Berglind er markaskorari. Á því liggur enginn vafi. Hvernig við spilum, verandi besta liðið í deildinni, mikið með boltann og skapa mörg færi, þetta er annar leikstíll, og að spila með tvær frammi, en hjá Íslandi. Þannig ég skil þann þankagang. Ef þetta væri topp tíu lið sem væri mikið með boltann sæi ég það. Hún er örugglega svekkt þar sem hún er markahæst en ég skil þetta út frá sjónarhóli þjálfarans,“ sagði Nik í lokaþætti Bestu marka kvenna í gær. „Hvað Birtu varðar sé ég ekki af hverju hún er ekki miðað við árið sem hún hefur átt. Hún hefur aðallega spilað sem framherji en í sumum leikjum hefur hún verið á kantinum. Hún færir sig eðlilega út á kantinn út af því sem hún getur gert.“ Klippa: Nik um Birtu Nik bendir á að Birta hafi spilað vel í stærstu leikjum sumarsins og auk þess að skora fullt af mörkum hafi hún líka verið dugleg að leggja upp fyrir samherja sína. „Varðandi það sem þeir voru kannski að leita að sem kantmanni er ég mjög hissa að hún hafi ekki verið á lista eða hafi ekki fengið símtal, að hún sé á radaranum,“ sagði Nik. „Þú getur séð með unga leikmenn eins og Thelmu og Maríu. En Birta er bara 23 ára. Ef hún væri 26-28 ára myndi ég kannski skilja þetta. Thelma hefur átt frábært ár og María hefur verið fín í Svíþjóð en Birta hefur átt ótrúlegt tímabil og er best í deildinni. Af hverju hún er ekki með er spurning sem þú verður að spyrja Steina.“ Nik stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær en för hans er heitið til Svíþjóðar þar sem hann tekur við Kristianstad. Innslagið úr Bestu mörkum kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira