Erlent

Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Do­netsk

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Vladímír Pútín er sagður hafa boðið frið í Úkraínu í skiptum fyrir full yfirráð yfir Donetsk héraði.
Vladímír Pútín er sagður hafa boðið frið í Úkraínu í skiptum fyrir full yfirráð yfir Donetsk héraði. AP

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir.

Þetta herma heimildir Washington Post, en þar er fullyrt að þetta hafi Pútín sagt við Trump í símtali þeirra á fimmtudaginn. Vísað er í heimildamenn nákomna Trump.

Trump átti fund með Selenskí Úkraínuforseta á föstudaginn þar sem hann hvatti Selenskí til að ganga til friðarviðræðna, og miða ætti við víglínuna eins og hún væri í dag.

Úkraínuforseti vildi á fundinum tryggja Úkraínumönnum langdrægar Tomahawk stýriflaugar frá Bandaríkjunum til frekari árása gegn Rússum. Trump virðist ekki hafa viljað selja honum flaugarnar, en hann sagðist vilja forðast frekari stigmögnun átaka.

Trump hafði áður gefið í skyn að hann væri reiðubúinn að láta Úkraínumenn fá flaugarnar en dró það síðar til baka.

Að loknum fundi Trumps og Selenskí á föstudaginn sagði Trump við blaðamenn að Pútín væri tilbúinn að binda endi á stríðið, en Selenskí sagi Pútín ekki vilja frið.


Tengdar fréttir

Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×