Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2025 20:04 Leikarar sýningarinnar, sem standa sig frábærlega en Leikfélag Hveragerðis er áhugaleikfélag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar snýst allt um fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku og allskonar misskilning í kringum töskuna og peninga í henni. Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis Hveragerði Menning Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis
Hveragerði Menning Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira