Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 07:01 Ōnosato Daiki fyrir framan Þinghúsið í London og með Big Ben í baksýn. Getty/Ryan Pierse Vanalega þarf að fljúga alla leið til Japan til að sjá súmóglímukappa með eigin augum og því vakti það mikla athygli þegar kapparnir birtust í vikunni á götum London. Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon) Glíma Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira
Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon)
Glíma Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira