Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað 15. október 2025 10:01 Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Félagasamtök Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun