Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. október 2025 07:01 Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þorskastríðin Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar