Innlent

Eldur í ný­byggingu í Gufu­nesi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Aðstoðarvarðstjóri segir slökkvilið hafa náð að slökkva eldinn nokkuð fljótt.
Aðstoðarvarðstjóri segir slökkvilið hafa náð að slökkva eldinn nokkuð fljótt. Vísir/Anton Brink

Eldur kviknaði í bílakjallara í nýbyggingu í Gufunesi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Ólafssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komu iðnaðarmenn á svæðið í morgun og urðu varir við eld. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Allar stöðvar slökkviliðs voru kallaðar út um klukkan hálf sex vegna eldsins en Sigurjón segir þeim hafa tekist að slökkva eldinn nokkuð hratt.

„Þetta var fljótslökkt, svo var reykræsting í kjölfarið,“ segir hann.

Hann segir nóttina að öðru leyti hafa verið rólega hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kom fram að sjúkraflutningar hefðu verið 110 og þar af 29 í forgangi. Slökkvibílar fóru samkvæmt tilkynningunni í tvö verkefni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×