Lífið

Þetta eru dómarar í Ung­frú Ís­land Teen

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Dómnefndin samanstendur af einstaklingum sem hafa hvert um sig ástríðu fyrir sköpun, fagurfræði og sjálfstyrkingu ungra kvenna.
Dómnefndin samanstendur af einstaklingum sem hafa hvert um sig ástríðu fyrir sköpun, fagurfræði og sjálfstyrkingu ungra kvenna.

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi.

Dómnefndin samanstendur af einstaklingum sem hafa hvert um sig ástríðu fyrir sköpun, fagurfræði og sjálfstyrkingu ungra kvenna. 

Dómarar eru Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Ungfrú Ísland og fyrrum Ungfrú Ísland, Lilja Sif Pétursdóttir, Ungfrú Ísland 2023 og Miss Supranational Europe 2025, Kristinn Óli Hrólfsson,  fræðslu- og markaðsstjóri og hárgreiðslumeistari, Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur, og Steinunn Margrét Gunnbjörnsdóttir,  sérfræðingur í varanlegri förðun.

Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Ungfrú Ísland Teen.

Dómnefndin hefur fylgst með keppendum í undirbúningferlinu og munleggja mat á frammistöðu þeirra, sjálfstraust, tjáningu og samskiptahæfni á lokakvöldinu. Helena O’Connor, Ungfrú Ísland 2025 mun krýna fyrstu Ungfrú Ísland Teen. 

„Það er mikilvægt að dómnefndin endurspegli fjölbreytni og mismunandi áherslur. Við erum stolt af því að hafa fengið til liðs við okkur einstaklinga sem allir hafa sterka rödd og reynslu sem mun nýtast í vali á Ungfrú Ísland Teen 2025,“ segir Manuela Ósk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.