Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar 13. október 2025 11:00 Ég býð mig fram til ritara Framsóknar af þeirri sannfæringu að framtíð flokksins liggi í því að vera hreyfiafl breytinga sem þjóna fólki – ekki kerfum. Framsókn hefur verið sterkt afl á sveitarstjórnastiginu og leitt umbætur á þjónustu við fjölskyldur og leitt öflögt uppbyggingarstarf. Nú þurfum við að virkja baráttugleðina og nýta þá fjölbreyttu reynslu sem við búum yfir fyrir áframhaldandi framfarir um allt land. Framsókn á að vera flokkur sem leiðir umbætur í opinberri stjórnsýslu. Við eigum að efla sveitarfélögin, treysta þeim til að leysa fleiri verkefni og færa ákvarðanir nær fólkinu. Við vitum að þegar ábyrgðin er skýr, nálægðin meiri og valdið nær íbúunum – þá verður þjónustan betri. Þetta hefur sannað sig í verkefnum sem þegar hafa færst til sveitarfélaga, svo sem á sviði menntamála og þjónustu við fatlað fólk. Við höfum líka leitt róttækar breytingar í ríkisrekstrinum sjálfum – ekki síst þegar málefni barna voru sett í forgrunn með stofnun barnamálaráðuneytis, sem hefur markað nýja sýn á réttindi og velferð barna. Slíkar kerfisbreytingar sýna að Framsókn getur verið afl framfara og umbóta þegar hugrekki og framtíðarsýn fara saman. Ég vil sjá að Framsókn ráðist í skipulagða málefnavinnu um það hvernig við gerum íslenska stjórnsýslu skilvirkari, hagkvæmari og betur í stakk búna til að þjónusta fólkið í landinu. Við þurfum að nýta tækifærin sem felast í nýrri tækni – þ.m.t. gervigreind – til að einfalda ferla, stytta biðtíma og bæta upplýsingagjöf til almennings. Tæknin getur gert hið opinbera gagnsærra og aðgengilegra – ef við nýtum hana rétt og með ábyrgð. Við eigum að vera óhrædd við að leggja til róttækar breytingar þar sem við sjáum að kerfi eru helst til þess fallin að viðhalda sjálfum sér í stað þess að þjónusta samfélagið. Við þurfum að taka heiðarlegt samtal um stöðu menntakerfisins. Framsókn getur leitt það samtal sem ætti að mínu mati að ala á aukinni virðingu fyrir því verkefni sem það er að kenna börnunum okkar. Það er áhyggjuefni að Ísland standi ekki jafnfætis öðrum þjóðum í alþjóðlegum samanburði og við eigum að taka djörf skref til þess að snúa við þeirri þróun og byggja upp menntakerfi sem byggir á metnaði og framsýni. Ég vil taka þátt í því að móta starf sem markar Framsókn stöðu sem framtíðarafl í íslenskum stjórnmálum – flokkur sem þjónar fólki, ekki kerfum. Ég býð mig fram til ritara Framsóknar til að vinna að því markmiði í góðri samvinnu með flokksfélögum. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps og frambjóðandi í embætti ritara Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég býð mig fram til ritara Framsóknar af þeirri sannfæringu að framtíð flokksins liggi í því að vera hreyfiafl breytinga sem þjóna fólki – ekki kerfum. Framsókn hefur verið sterkt afl á sveitarstjórnastiginu og leitt umbætur á þjónustu við fjölskyldur og leitt öflögt uppbyggingarstarf. Nú þurfum við að virkja baráttugleðina og nýta þá fjölbreyttu reynslu sem við búum yfir fyrir áframhaldandi framfarir um allt land. Framsókn á að vera flokkur sem leiðir umbætur í opinberri stjórnsýslu. Við eigum að efla sveitarfélögin, treysta þeim til að leysa fleiri verkefni og færa ákvarðanir nær fólkinu. Við vitum að þegar ábyrgðin er skýr, nálægðin meiri og valdið nær íbúunum – þá verður þjónustan betri. Þetta hefur sannað sig í verkefnum sem þegar hafa færst til sveitarfélaga, svo sem á sviði menntamála og þjónustu við fatlað fólk. Við höfum líka leitt róttækar breytingar í ríkisrekstrinum sjálfum – ekki síst þegar málefni barna voru sett í forgrunn með stofnun barnamálaráðuneytis, sem hefur markað nýja sýn á réttindi og velferð barna. Slíkar kerfisbreytingar sýna að Framsókn getur verið afl framfara og umbóta þegar hugrekki og framtíðarsýn fara saman. Ég vil sjá að Framsókn ráðist í skipulagða málefnavinnu um það hvernig við gerum íslenska stjórnsýslu skilvirkari, hagkvæmari og betur í stakk búna til að þjónusta fólkið í landinu. Við þurfum að nýta tækifærin sem felast í nýrri tækni – þ.m.t. gervigreind – til að einfalda ferla, stytta biðtíma og bæta upplýsingagjöf til almennings. Tæknin getur gert hið opinbera gagnsærra og aðgengilegra – ef við nýtum hana rétt og með ábyrgð. Við eigum að vera óhrædd við að leggja til róttækar breytingar þar sem við sjáum að kerfi eru helst til þess fallin að viðhalda sjálfum sér í stað þess að þjónusta samfélagið. Við þurfum að taka heiðarlegt samtal um stöðu menntakerfisins. Framsókn getur leitt það samtal sem ætti að mínu mati að ala á aukinni virðingu fyrir því verkefni sem það er að kenna börnunum okkar. Það er áhyggjuefni að Ísland standi ekki jafnfætis öðrum þjóðum í alþjóðlegum samanburði og við eigum að taka djörf skref til þess að snúa við þeirri þróun og byggja upp menntakerfi sem byggir á metnaði og framsýni. Ég vil taka þátt í því að móta starf sem markar Framsókn stöðu sem framtíðarafl í íslenskum stjórnmálum – flokkur sem þjónar fólki, ekki kerfum. Ég býð mig fram til ritara Framsóknar til að vinna að því markmiði í góðri samvinnu með flokksfélögum. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps og frambjóðandi í embætti ritara Framsóknar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun