Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 13. október 2025 10:02 Sum börn eru ósýnileg. Um þau er ekki talað í ræðum forseta Íslands eða hjá fjölmiðlanefnd. Líf þeirra og raunveruleiki skiptir ekki máli. Þau eru einangruð og samfélagið hunsar þau eða leggur stein í götu þeirra. Af því að tilveru og áhugamálum þeirra er hafnað af samfélaginu þá verða þessi börn að leita annað til að fá skilning annarra og deila gleði og sorgum. Oft leita þau í samfélagsmiðla. Siggi, 14 ára, eini homminn í 500 manna bæjarfélagi á Austurlandi, fer á Discord-þjón til að spjalla við annað hinsegin fólk á hverju kvöldi. Hann sætir útskúfun af jafnöldrum í sveitarfélaginu af því að hann er hinsegin. Vinir Sigga á spjallgrúppunni búa um allt land. Þeir kalla hann ekki barnaníðing eða perra eins og skólafélagarnir. Hann getur spjallað við þessa vini á netinu um líðan sína. Þótt honum líði oft illa vegna eineltis og útskúfunar í bænum og skólanum þá nær hann að halda sér frá sjálfsvígstilraunum. Gunnar, einhverfur drengur 14 ára, með áhuga á samanburðarmálfræði, fann 17 ára vin í Novi Sad sem deilir þessum áhuga. Þeir spjalla saman á WhatsApp. Nikola, vinur hans, gerir YouTube-myndbönd um málfræði en Gunnar fylgist með YouTube-myndböndum um málfræði. Gunnar er ekki í skóla. Hann hefur ekki átt neina vini síðan hann var 11 ára. Hann er algerlega félagslega einangraður. Það er búið að margreyna að kynna hann fyrir jafnöldrum en það hefur ekki gengið. Honum hefur þótt þeir leiðinlegir en honum finnst Nikola skemmtilegur og vill fara með foreldrum sínum að hitta hann næsta sumar. Hann á núna vin. Lára, 14 ára, sem er með CP og hefur áhuga á fötlunarfræði og fötlunaraktívisma sækir í TikTok og YouTube myndbönd um fötlunaraktívisma. Hún horfir mörg slík myndbönd á dag og á orðið auðveldara að standa með sjálfri sér. Hún lítur ekki lengur á sig sem gallaða eða frík og krefst sömu réttinda og ófatlaðir. Hún er farin að taka þátt í umræðum fatlaðra ungmenna á netinu og dreymir um að geta breytt einhverju í málefnum fatlaðra hér á landi. Þessi börn eru augljóslega í gini hinna skelfilegu samfélagsmiðla. Andlegri heilsu þeirra mun hraka og vafasamt að þau lifi af þau ósköp að eiga vini, að skilja sjálf sig og aðstæður sínar betur og eiga aðgang að samfélagi (þarf bara að vera einn vinur) sem styður þau. Gunnar þarf að kynnast alvöru vináttu. Hann gæti til dæmis spjallað um fótbolta við jafnaldra sína. Það væri meira segja hægt að setja hann á félagsfærninámskeið til að læra að tala um fótbolta. Þá myndi hann losna úr fjötrum gervivináttu á netinu og læra að taka þátt í heilbrigðum samskiptum sem byggja á þeirri lygi að hann hafi áhuga á fótbolta. Að vísu mætir Gunnar ekki í skóla eða á námskeið en það má alltaf handrota hann, flytja hann á námskeið og binda hann þar niður. Siggi þarf líka að hætta að tala við hinsegin fólk á netinu. Það er mjög hættulegt. Hann þarf bara að læra að þola háðsglósur og sætta sig við að hann getur ekki daðrað sakleysislega við neinn án þess að eiga það á hættu að vera laminn til óbóta. Það er líka ekkert svo slæmt að vera laminn. Flestir hommar á Íslandi sem hafa verið barðir hafa lifað það af. Hann getur svo flutt úr bæjarfélaginu þegar hann verður 18 ára og þá má hann daðra. Lára verður að skilja að hagsmunum fatlaðra barna er best komið hjá fullorðnu ófötluðu fólki. Það er ekki æskilegt að fatlaðir unglingar hafi skoðanir á eigin lífi eða bindist samtakaböndum á netinu. Hvað eigum við gera ef fötluð börn fá einhverjar grillur af samfélagsmiðlum um að þau eigi að hafa einhvern rétt? Það er ekki fyrr en þau hafa fullmótað sjálfsmynd sína um að þau séu annars flokks samfélagsþegnar, að þau mega vita af réttindabaráttu fatlaðra og því að unglingar og ungmenni megi taka þátt í þeirri baráttu. Við eigum ekki ræða stöðu barna sem nýta sér samfélagsmiðla til að lifa af erfiða félagslega einangrun í raunheimum þegar við ræðum samfélagsmiðla- og símanotkun. Við þurfum að meta skaðsemi samfélagsmiðla út frá alvöru börnum, börnunum sem fjölmiðlanefnd og forsetinn tala um í ræðum og greinum. Hin börnin skipta ekki máli. - Hvað sagði skáldið aftur? Jú. „Kristilega kærleiksblómin spretta í kringum hitt og þetta“. Höfundur er sálfræðingur. (Dæmin af börnunum eru uppskálduð dæmi samsett úr mörgum einstaklingum.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Sum börn eru ósýnileg. Um þau er ekki talað í ræðum forseta Íslands eða hjá fjölmiðlanefnd. Líf þeirra og raunveruleiki skiptir ekki máli. Þau eru einangruð og samfélagið hunsar þau eða leggur stein í götu þeirra. Af því að tilveru og áhugamálum þeirra er hafnað af samfélaginu þá verða þessi börn að leita annað til að fá skilning annarra og deila gleði og sorgum. Oft leita þau í samfélagsmiðla. Siggi, 14 ára, eini homminn í 500 manna bæjarfélagi á Austurlandi, fer á Discord-þjón til að spjalla við annað hinsegin fólk á hverju kvöldi. Hann sætir útskúfun af jafnöldrum í sveitarfélaginu af því að hann er hinsegin. Vinir Sigga á spjallgrúppunni búa um allt land. Þeir kalla hann ekki barnaníðing eða perra eins og skólafélagarnir. Hann getur spjallað við þessa vini á netinu um líðan sína. Þótt honum líði oft illa vegna eineltis og útskúfunar í bænum og skólanum þá nær hann að halda sér frá sjálfsvígstilraunum. Gunnar, einhverfur drengur 14 ára, með áhuga á samanburðarmálfræði, fann 17 ára vin í Novi Sad sem deilir þessum áhuga. Þeir spjalla saman á WhatsApp. Nikola, vinur hans, gerir YouTube-myndbönd um málfræði en Gunnar fylgist með YouTube-myndböndum um málfræði. Gunnar er ekki í skóla. Hann hefur ekki átt neina vini síðan hann var 11 ára. Hann er algerlega félagslega einangraður. Það er búið að margreyna að kynna hann fyrir jafnöldrum en það hefur ekki gengið. Honum hefur þótt þeir leiðinlegir en honum finnst Nikola skemmtilegur og vill fara með foreldrum sínum að hitta hann næsta sumar. Hann á núna vin. Lára, 14 ára, sem er með CP og hefur áhuga á fötlunarfræði og fötlunaraktívisma sækir í TikTok og YouTube myndbönd um fötlunaraktívisma. Hún horfir mörg slík myndbönd á dag og á orðið auðveldara að standa með sjálfri sér. Hún lítur ekki lengur á sig sem gallaða eða frík og krefst sömu réttinda og ófatlaðir. Hún er farin að taka þátt í umræðum fatlaðra ungmenna á netinu og dreymir um að geta breytt einhverju í málefnum fatlaðra hér á landi. Þessi börn eru augljóslega í gini hinna skelfilegu samfélagsmiðla. Andlegri heilsu þeirra mun hraka og vafasamt að þau lifi af þau ósköp að eiga vini, að skilja sjálf sig og aðstæður sínar betur og eiga aðgang að samfélagi (þarf bara að vera einn vinur) sem styður þau. Gunnar þarf að kynnast alvöru vináttu. Hann gæti til dæmis spjallað um fótbolta við jafnaldra sína. Það væri meira segja hægt að setja hann á félagsfærninámskeið til að læra að tala um fótbolta. Þá myndi hann losna úr fjötrum gervivináttu á netinu og læra að taka þátt í heilbrigðum samskiptum sem byggja á þeirri lygi að hann hafi áhuga á fótbolta. Að vísu mætir Gunnar ekki í skóla eða á námskeið en það má alltaf handrota hann, flytja hann á námskeið og binda hann þar niður. Siggi þarf líka að hætta að tala við hinsegin fólk á netinu. Það er mjög hættulegt. Hann þarf bara að læra að þola háðsglósur og sætta sig við að hann getur ekki daðrað sakleysislega við neinn án þess að eiga það á hættu að vera laminn til óbóta. Það er líka ekkert svo slæmt að vera laminn. Flestir hommar á Íslandi sem hafa verið barðir hafa lifað það af. Hann getur svo flutt úr bæjarfélaginu þegar hann verður 18 ára og þá má hann daðra. Lára verður að skilja að hagsmunum fatlaðra barna er best komið hjá fullorðnu ófötluðu fólki. Það er ekki æskilegt að fatlaðir unglingar hafi skoðanir á eigin lífi eða bindist samtakaböndum á netinu. Hvað eigum við gera ef fötluð börn fá einhverjar grillur af samfélagsmiðlum um að þau eigi að hafa einhvern rétt? Það er ekki fyrr en þau hafa fullmótað sjálfsmynd sína um að þau séu annars flokks samfélagsþegnar, að þau mega vita af réttindabaráttu fatlaðra og því að unglingar og ungmenni megi taka þátt í þeirri baráttu. Við eigum ekki ræða stöðu barna sem nýta sér samfélagsmiðla til að lifa af erfiða félagslega einangrun í raunheimum þegar við ræðum samfélagsmiðla- og símanotkun. Við þurfum að meta skaðsemi samfélagsmiðla út frá alvöru börnum, börnunum sem fjölmiðlanefnd og forsetinn tala um í ræðum og greinum. Hin börnin skipta ekki máli. - Hvað sagði skáldið aftur? Jú. „Kristilega kærleiksblómin spretta í kringum hitt og þetta“. Höfundur er sálfræðingur. (Dæmin af börnunum eru uppskálduð dæmi samsett úr mörgum einstaklingum.)
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar