Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2025 22:12 Hinn fimm ára gamli Hermann Steinn mætti í flugstjórabúningi til að kveðja Norðurljósaflugvélina. Sigurjón Ólason Það er fullyrt að hún sé fegursta flugvél í heimi. Og hún er heimsfræg meðal flugnörda, sem flykktust til Íslands úr öllum heimshornum til að kveðja hana í dag. Í fréttum Sýnar fórum við í kveðjuflug farþegaþotu. Það má alveg kalla þá flugnörda sem streymdu í hádeginu um borð í 757-þotuna Heklu Aurora. Kannski voru fáir samt spenntari en hinn fimm ára Hermann Steinn Hermannsson sem mætti í flugstjórabúningi og sýndi af sér mikla kæti. -Hversvegna ertu svona glaður? „Út af því að ég er að fara í Heklu Auroru. Hún er uppáhaldsflugvélin mín. Hún er svo stór,“ sagði fimm ára guttinn. Hekla Aurora í flugtaksbruni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón ólason Icelandair lét mála hana í litum norðurljósanna fyrir áratug og fyrir það hefur hún hlotið frægð innan hins alþjóðlega flugheims. „Það hefur verið gríðarlegur áhugi. Og við sjáum það hér. Hér eru Íslendingar en síðast en ekki síst erlendir aðilar sem koma sérstaklega til landsins til að fara þetta tiltekna flug,“ sagði Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair, en hann er jafnframt flugstjóri á 757-þotum félagsins.Sigurjón Ólason Af um 140 farþegum voru um 70 útlendingar sem fóru sérstaka ferð til Íslands bara til að komast í þessa flugferð, meira að segja alla leið frá Singapore. „Ég kom frá Inverness í Skotlandi og það tók mig um átta tíma að komast hingað bara til að sjá Heklu,“ sagði Julie Balford. „Hún er undursamleg og er frábært tákn fyrir Ísland og er ein síðasta Boeing 757 í Evrópu,“ sagði sú skoska. Þau Julie Balford og Andy Zou komu bæði frá Bretlandseyjum í þeim eina tilgangi að komast í flugferð með Heklu Aurora.Sigurjón Ólason „Ég kom frá Lundúnum bara til að sjá þessa fegurðardís. Ég hef aldrei flogið með Icelandair fyrr. Ég hef fylgst með þessari vél,“ sagði Andy Zou. „Þetta er ein frægasta sjöfimmtíuogsjöan í heiminum,“ sagði flugrekstrarstjórinn Guðmundur Tómas. Og sá sem samdi við Icelandair um flugvélina árið 2004, Satoru Ohki frá Japan, var aftur mættur. „Ég sá um að koma þessari flugvél til Íslands fyrir 21 ári,“ sagði hann. Satoru Ohki frá Japan samdi um flugvélina við Icelandair fyrir 21 ári. Sigurjón Ólason Flugvallarslökkviliðið kvaddi Heklu með heiðursbunu þegar hún lagði upp í þetta sérstaka kveðjuflug sem Icelandair efndi til. Farið var í tvegga stunda útsýnisflug um landið undir stjórn Björns Magnúsar Sverrissonar flugstjóra og Guðrúnar Tómasdóttur flugmanns, sem tóku meðal annars lágflug yfir Eyjafjörð og Akureyri. Þaðan var flogið yfir Bárðardal, Mývatnssveit og Jökulsá á Fjöllum. Austur á Héraði sáum við Dyrfjöllin og Egilsstaði og á hálendinu birtust Kverkfjöll og Dyngjujökull. Farþegarnir dáðust að útsýninu. Yfirflugfreyjan Sigurlaug Halldórsdóttir sagði farþegum í hátalarakerfið að Hekla Aurora væri fallegasta flugvél í heimi. Og unga flugáhugamanninum Hermanni var boðið að fara frammí. Í birtu norðurljósanna um borð. Flugfreyjurnar Sigurlaug Halldórsdóttir, Gunnhildur Mekkínósson, Kara Pálsdóttir og Jóna Lárusdóttir ásamt fimm ára guttanum Hermanni, sem réð sér vart fyrir kæti nýkominn úr flugstjórnarklefanum.KMU Í vetur verða aðeins fimm 757-þotur eftir í flota Icelandair. Horfur eru á að sú síðasta hverfi úr flota félagsins eftir tæpt ár. Norðurljósavélin Hekla Aurora, sem er elsta flugvél Icelandair, er hins vegar komin á endastöð eftir 31 árs sögu sem farþegaflugvél en hún rann út úr Boeingverksmiðjunum í júlí 1994. „Næst flýgur hún bara inn í sólarlagið í eyðimörkina í Bandaríkjunum og fer í niðurrif þar,“ sagði flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair Boeing Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Boeing 757-þotan Hekla Aurora, eða Norðurljósaþotan, er að ljúka ferli sínum hjá Icelandair. Af því tilefni efnir félagið til sérstaks kveðjuflugs frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu á morgun, sunnudag. 11. október 2025 21:21 Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. 1. október 2025 21:40 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Norðurljósavél Icelandair valin sú óvenjulegasta Flugvélin er sögð fagna glæsileika Íslands. 3. mars 2015 09:50 Norðurljósavél Icelandair vekur aðdáun erlendis Mikil umfjöllun um vélina á erlendum vefsíðum. 9. febrúar 2015 11:31 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Í fréttum Sýnar fórum við í kveðjuflug farþegaþotu. Það má alveg kalla þá flugnörda sem streymdu í hádeginu um borð í 757-þotuna Heklu Aurora. Kannski voru fáir samt spenntari en hinn fimm ára Hermann Steinn Hermannsson sem mætti í flugstjórabúningi og sýndi af sér mikla kæti. -Hversvegna ertu svona glaður? „Út af því að ég er að fara í Heklu Auroru. Hún er uppáhaldsflugvélin mín. Hún er svo stór,“ sagði fimm ára guttinn. Hekla Aurora í flugtaksbruni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón ólason Icelandair lét mála hana í litum norðurljósanna fyrir áratug og fyrir það hefur hún hlotið frægð innan hins alþjóðlega flugheims. „Það hefur verið gríðarlegur áhugi. Og við sjáum það hér. Hér eru Íslendingar en síðast en ekki síst erlendir aðilar sem koma sérstaklega til landsins til að fara þetta tiltekna flug,“ sagði Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair, en hann er jafnframt flugstjóri á 757-þotum félagsins.Sigurjón Ólason Af um 140 farþegum voru um 70 útlendingar sem fóru sérstaka ferð til Íslands bara til að komast í þessa flugferð, meira að segja alla leið frá Singapore. „Ég kom frá Inverness í Skotlandi og það tók mig um átta tíma að komast hingað bara til að sjá Heklu,“ sagði Julie Balford. „Hún er undursamleg og er frábært tákn fyrir Ísland og er ein síðasta Boeing 757 í Evrópu,“ sagði sú skoska. Þau Julie Balford og Andy Zou komu bæði frá Bretlandseyjum í þeim eina tilgangi að komast í flugferð með Heklu Aurora.Sigurjón Ólason „Ég kom frá Lundúnum bara til að sjá þessa fegurðardís. Ég hef aldrei flogið með Icelandair fyrr. Ég hef fylgst með þessari vél,“ sagði Andy Zou. „Þetta er ein frægasta sjöfimmtíuogsjöan í heiminum,“ sagði flugrekstrarstjórinn Guðmundur Tómas. Og sá sem samdi við Icelandair um flugvélina árið 2004, Satoru Ohki frá Japan, var aftur mættur. „Ég sá um að koma þessari flugvél til Íslands fyrir 21 ári,“ sagði hann. Satoru Ohki frá Japan samdi um flugvélina við Icelandair fyrir 21 ári. Sigurjón Ólason Flugvallarslökkviliðið kvaddi Heklu með heiðursbunu þegar hún lagði upp í þetta sérstaka kveðjuflug sem Icelandair efndi til. Farið var í tvegga stunda útsýnisflug um landið undir stjórn Björns Magnúsar Sverrissonar flugstjóra og Guðrúnar Tómasdóttur flugmanns, sem tóku meðal annars lágflug yfir Eyjafjörð og Akureyri. Þaðan var flogið yfir Bárðardal, Mývatnssveit og Jökulsá á Fjöllum. Austur á Héraði sáum við Dyrfjöllin og Egilsstaði og á hálendinu birtust Kverkfjöll og Dyngjujökull. Farþegarnir dáðust að útsýninu. Yfirflugfreyjan Sigurlaug Halldórsdóttir sagði farþegum í hátalarakerfið að Hekla Aurora væri fallegasta flugvél í heimi. Og unga flugáhugamanninum Hermanni var boðið að fara frammí. Í birtu norðurljósanna um borð. Flugfreyjurnar Sigurlaug Halldórsdóttir, Gunnhildur Mekkínósson, Kara Pálsdóttir og Jóna Lárusdóttir ásamt fimm ára guttanum Hermanni, sem réð sér vart fyrir kæti nýkominn úr flugstjórnarklefanum.KMU Í vetur verða aðeins fimm 757-þotur eftir í flota Icelandair. Horfur eru á að sú síðasta hverfi úr flota félagsins eftir tæpt ár. Norðurljósavélin Hekla Aurora, sem er elsta flugvél Icelandair, er hins vegar komin á endastöð eftir 31 árs sögu sem farþegaflugvél en hún rann út úr Boeingverksmiðjunum í júlí 1994. „Næst flýgur hún bara inn í sólarlagið í eyðimörkina í Bandaríkjunum og fer í niðurrif þar,“ sagði flugrekstrarstjóri Icelandair.
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Boeing 757-þotan Hekla Aurora, eða Norðurljósaþotan, er að ljúka ferli sínum hjá Icelandair. Af því tilefni efnir félagið til sérstaks kveðjuflugs frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu á morgun, sunnudag. 11. október 2025 21:21 Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. 1. október 2025 21:40 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Norðurljósavél Icelandair valin sú óvenjulegasta Flugvélin er sögð fagna glæsileika Íslands. 3. mars 2015 09:50 Norðurljósavél Icelandair vekur aðdáun erlendis Mikil umfjöllun um vélina á erlendum vefsíðum. 9. febrúar 2015 11:31 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Boeing 757-þotan Hekla Aurora, eða Norðurljósaþotan, er að ljúka ferli sínum hjá Icelandair. Af því tilefni efnir félagið til sérstaks kveðjuflugs frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu á morgun, sunnudag. 11. október 2025 21:21
Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. 1. október 2025 21:40
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44
Norðurljósavél Icelandair valin sú óvenjulegasta Flugvélin er sögð fagna glæsileika Íslands. 3. mars 2015 09:50
Norðurljósavél Icelandair vekur aðdáun erlendis Mikil umfjöllun um vélina á erlendum vefsíðum. 9. febrúar 2015 11:31
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent