Handbolti

Ís­lensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson nýtti færin sín vel í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson nýtti færin sín vel í dag. Getty/Igor Kralj

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Benedikt Gunnar Óskarsson nýttu færi sín vel í dag þegar lið þeirra Kolstad vann stórsigur í norska handboltanum.

Kolstad vann þá tólf marka útisigur á ØIF Arendal Elite, 42-30, eftir að hafa verið 21-14 yfir í hálfleik.

Sigvaldi Björn skoraði sex mörk úr sex skotum og Benedikt Gunnar var með fögur mörk úr fjórum skotum og tvær stoðsendingar að auki. Íslensku strákarnir voru því saman með tíu mörk úr tíu skotum.

Sigvaldi var næstmarkahæstur í liðinu á eftir Adrian Aalberg sem skoraði einu marki meira.

Dagur Gautason gerði fína hluti í liði Arendal en hann skoraði sex mörk úr átta skotum og var markahæstur í sínu liði.

Kolstad hefur unnið fyrstu sex deildarleiki tímabilsins og situr í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×