Handbolti

Ís­lendingar sigur­sælir í evrópska hand­boltanum

Árni Jóhannsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í dag
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í dag vísir/Getty

Íslendingar voru á ferð og flugi með félagsliðum sínum í handbolta deildum víðsvegar um Evrópu í dag. Óðinn Ríkharðsson, Bjarki Már Elísson, Andrea Jacobsen, Elín Rósa Magnúsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir komu öll við sögu hjá sínum liðum í dag.

Kadetten Schaffhausen er enn sem komið er ósigrað í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta en þeir lögðu Basel á útivelli með sex marka mun í dag. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm marka liðsins og bætir í sarpinn en hann er markahæsti leikmaður liðsins.

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Vezprém sem lagði Gyöngyös í ungversku deildinni í dag. Vezprém er í öðru sæti deildarinnar, stig frá toppnum en eiga tvo leiki inni á Pick Szeged sem er í efsta sæti.

Blomberg-Lippe nutu fimm íslenskra marka í Bundesliga kvenna þýskalandi þegar liðið lagið Neckarsulm örugglega 29-20 á heimavelli. Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk, Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði einnig tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar og Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði eitt mark í sigrinum. Blomberg-Lippe er á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sex umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×